Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 67
Skírnir
Magnús Helgason
65
þykja og halda nafni hans hæst á lofti á komandi ár-
um og öldum. A8 vísu er það misskilningur, sem sagt
hefir verið, að þá hefjist æfistarf hans — prestsstarf
hans er jafn ágætt og Kennaraskólastarfið — en þá
færðist verkahringurinn út, áhrifa hans tók að gæta
víðar og víðar, landið allt varð í visum skilningi presta-
kall hans. Hann hlaut til fulls þá viðurkenningu hjá þjóð-
inni, sem hann átti skilið, og varð vinsælli öðrum mönn-
um og meira metinn, í þeim efnum gat stjórnmálaofstæk-
ið þó ekki villt henni sýn. Hann tók starf sitt föstum
tökum, fór utan eitt sumar til Noregs og kynnti sér
skólamál þar, og jók þekkingu sína við lestur góðra bóka.
Fjárhagslega var Kennaraskólanum mjög þröngur stakk-
ur skorinn, eins og sjá má m. a. af því, að starf hans
var lagt niður einn vetur til þess að spara kol. En séra
Magnús vildi, að frumbýlingshátturinn og erfiðleikarnir
bæði í sínum skóla og við barnafræðsluna víðsvegar um
landið yrði brýning til þess að duga því betur, að engin
voru vopnin. Hann átti einnig því láni að fagna, að ágætis-
kennarar völdust að skólanum, menn eins og t. d dr. Björn
Bjarnarson frá Viðfirði, dr. Ólafur Daníelsson og Sig-
urður Guðmundsson. Fyrir því gat skólinn varizt öllum
kyrkingi, vaxið heilbrigðum og andlegum vexti og orðið
fyrirmyndarskóli aÖ því, er kennslu snerti, námsáhuga
og skólalíf. Þetta mátti þakka mörgum, en skólastjóranum
tvímælalaust manna mest.
Aðalkennslugreinir séra Magnúsar voru uppeldísfræði
(og skólasaga), íslandssaga og kristin fræði. Allt þetta
taldi hann heilög fræði, og svo vel rækti hann kennsl-
una, að hann notaði aldrei minna en klukkutíma til þess
að búa sig undir kennslustund, að því er einn nemandi
hans hefir eftir honum.
1 uppeldisfræði flutti hann mörg fyrstu árin erindi, því
að enginn kostur var hagkvæmrar kennslubókar í þeirri
grein og harla fátt til ritað á vora tungu. Hann studdist
við beztu rit erlendra uppeldisfræðinga, að líkindum sér-
staklega við bækur W. Foersters, sem þá þóttu bera af
5