Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 87
Skírnir
Kristnitökusagan árið 1000
85
fyrir það skotið, að sögn hafi getað geymzt um þetta vest-
ur um Breiðafjörð, hvernig sem hún er til komin og hversu
nákvæm sem hun hefir verið. En ummæli söguhöfundar
geta líka geymt tilgátu hans eða skýringu á því, hversu
skjótt kristinni trú var játað.
6. Njála geymir loks í 104. og 105. kap. frásögn af
kristnitökunni árið 1000. Höfundur virðist hafa haft ein-
hver not af frásögn eldri rita, annað hvort Ara sjálfs eða
annara rita, sem aftur hafa notað Ara. Þetta sést á ágripi
Njálu af ræðu Þorgeirs og orðatiltækjum. En notin hafa
verið mjög lausleg, ef til vill einungis eftir minni. Ann-
ars segir Njála í sumum atriðum öðruvísi frá en hin heim-
ildarritin. Njála er skráð, að ætlun fræðimanna, á síðasta
fjórðungi 13. aldar, og er því auðvitað mjög léleg heimild
um atburði árið 1000.
B. Kristnitökusagan.
I. Næsta undanfara sjálfrar kristnitökunnar má kalla
kristniboðsför Þangbrands prests, en ekki er þörf að rekja
sagnir um hana nákvæmlega. Ari (íslb. 7. kap.) segir
Þangbrand hafa dvalizt hér „einn vetr eða tvá“ og vegið
hér „tvá menn eða þrjá“, er höfðu nítt hann. Svo geymir
munnleg sögn atburði ónákvæmt. Þó hefir frumheimildar-
maður sagna um Þangbrand vafalaust vitað hvort tveggja,
að minnsta kosti dvalartíma Þangbrands á Islandi. Gunnl.
(Flat. I. 424), Krs. (Bisk. I. 13—14) og Njála 102. kap.
greina mennina, sem vegnir voru, og tildrög víganna. Mun
sú sögn vera rétt í aðalatriðum, enda munu vísur þær, er
að vígum þessum hníga, hafa hjálpað til að geyma minn-
ingu um atburðina. Ari getur lauslega kviðlings Hjalta
og sektar 999, og hafa hin heimildarrítin líka sagnir um
hvort tveggja (Flat. I. 426, Bisk. I. 16—17, Njála 102.
kap.). Kviðlingur Hjalta styður þar og minnið. Ari segir
síðan frá utanför þeirra Gizurar og Hjalta og Þangbrands
sumarið 999, hvernig Þangbrandur bar íslendingum sög-
una, reiði konungs og ógnunum við íslendinga, sem þá