Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 43
/
Skírnir Það, sem af andanum er fætt 41
slíkum orðum stafi ljóskeila, er lýsir upp því stærra svið
sem hún er lengra rakin. Svo er t. d. um orð hans: „Dreng-
ir heita vaskir menn ok batnandi“. Eg hefi fyrir löngu
reynt að skýra í fyrirlestri, hvað í þessum orðum felst, en
það er trú mín, að í þeim sé fólginn grundvöllur allrar sið-
fræði.
Einkenni anda Snorra birtast í stíl hans og breytingum
þ^im, sem hann hefir gert á stíl þeirra heimilda, er hann
notaði í Heimskringlu. Hallvard Lie hefir nýlega ritað um
það góða bók. Hann bendir á, hve vandlega Snorri gætir
þess að skapa samhengi, með því að láta stund og stað
bregða Ijósi yfir atburði og viðræður manna og taka fram
þau atvik úr fortíðinni, er verða mega þeim til skýringar,
en hefir þó mjög skarpa sjón á hvers konar andstæðum og
streitum jafnt og hinu, sem sameiginlegt er og samtengj-
andi. Hann raðar öllum atvikum svo, að stígandi verði í
frásögninni, það, sem á undan fer, veki forvitni og grun
um það, sem á eftir kemur. En víðskyggni hans og skarp-
skyggni gefa allri meðferð hans hóf og mát, rétt hlutföll
og jafnvægi.
Gott dæmi er sýn Ólafs konungs helga:
,,. . . mér gaf þá sýn, at ek sá um allan Þrándheim ok
því næst um allan Nóreg; ok svá lengi sem sú sýn hafði
verit fyrir augum mér, þá sá ek æ því víðara, allt þar til
er ek sá um alla veröld, bæði lönd ok sæ; ek kennda görla
þá staði, er ek hafða fyrr komit ok sét; jafngreinliga sá
ek þá staði, er ek hefi eigi fyrr sét, suma þá, er ek hefi
haft spurn af, en jafnvel hina, er ek hefi eigi fyrr heyrt
getit, bæði byggða ok óbyggða, svá vítt sem veröldin er“.
Hér er tvenns konar stígandi. Hin fyrri í þeim kaflan-
um, sem endar á „ok sæ“. Sjónarsviðið víkkar stöðugt:
allan Þrándheim — allan Nóreg — alla veröld, og síðasta
hugtakið er greint í tvennt til áherzlu: „bæði lönd ok sæ“.
í síðari kaflanum er stígandin í því fólgin, að sjónin er
jafngreinileg, hve mikið sem sjónarsviðið stækkar og hvort
sem hann hefir séð eða heyrt um staðina áður eða ekki.
Tökum eftir tvískiptingunni og andstæðunum: „staði er