Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 78
76
Ásmundur Guðmundsson
Skírnir
Banalega séra Magnúsar var hvorki löng né ströng.
Hann andaðist að kveldi 21. okt. 1940, nær 83 ára að aldri.
tJtför hans fór fram 31. s. m., á afmælisdegi siðaskipt-
anna, en þá hafði hann haldið einhverja allra fegurstu
og tilkomumestu ræðu sína.
* *
*
í þeirri ræðu má sjá opnast djúp kristinnar trúar á bak
við mismunandi orðalag lútersku og kaþólsku eða annarra
kirkjudeilda á trúarlærdómunum. Þar er allt sameigin-
legt: Einn drottinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir
allra, sem er yfir öllum og með öllum og í öllum. Þessum
heimi gat séra Magnús því aðeins lýst, að hann lifði þar
sjálfur. Það verður sá að hafa í huga síðast og fyrst, er
vill skilja persónu hans.
Menn hafa minnzt á heiðni hans í því skyni að lofa
hann. En eigi það að geta staðizt, verður að leggja annan
skilning í orðið en venjulegt er og láta það tákna heiði
hugarins og norrænan hetjuanda. Annars er það öfug-
mæli. Það má að vísu líkja honum við ýmsa af fornmönn-
um vorum, en aðeins þá, sem verpur yfir ljóma af mann-
úð og kærleiksanda kristindómsins, menn eins og Ingi-
mund gamla, Ólaf páa, Hall af Síðu.
Einnig fellur á hann birtan af fegurðarhugsjón Forn-
Grikkja, sem hann unni mjög. Hann var gæddur næmum
listasmekk og óslökkvandi fegurðarþorsta. Hann hefði get-
að orðið afburða fagurfræðingur. Og hann var sjálfur
kaloskagaþos, fagurgóður, eins og Grikkir komust að
orði. Yfir öllu hjá honum var undravert jafnvægi og sam-
ræmi, tign og ró. En sú fegurð var aldrei köld. Listaverk-
ið, sem hann lætur eftir sig, var líf hans.
Flestir eða allir, sem kynntust honum, munu með ein-
hverjum hætti telja sig standa í þakkarskuld við hann, eí
til vill ekki fyrir neitt einstakt verk, heldur fyrir það, að
hann var svona eins og hann var, og þeir urðu ósjálfrátt
eitthvað göfgari og betri við það að vera með honum. Má
vel vera, að ókunnugum þyki oflof eða líkræðuskjall, en