Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 242
240
Ritfregnir
Skírnir
að taka söguna til nýrrar rannsóknar og hafa þessi atriði í huga.
En þótt þau kunni að raska ýmsu í niðurstöðum B. Sigf., stendur
meginþorri þeirra óhaggaður eftir, og þess er enginn kostur, að
koma öllu í sögunni heim við það, er segir í öðrum heimildum, sem
verður að telja traustari. B. Sigf. hyggur, að báðir hlutar sögunn-
ar séu samdir af sama manni í Þingeyjarþingi nálægt miðri 13. öld,
og er það að öllum líkindum rétt. Hreiðars þátt telur hann skáld-
sögu, og er varla hægt að efast um, að svo sé. Útgáfa þessara sagna
hefir verið ýmsum erfiðleikum háð. Handritin eru að sumum hluta
afleit og textinn mjög afbakaður, en B. Sigf. hefir tekizt prýði-
lega meðferð hans, og hann hefir víða leiðrétt textann til mikilla
bóta. 011 vinnubrögð hans bera vitni um frábæra vandvirkni, hug-
kvæmni og glöggskyggni. Ég hefi hvergi rekizt á neina ónákvæmni,
sem teljandi er, í útgáfunni nema fáeinar prentvillur, einkum í
landabréfinu. Frásögn hans er skýr, en sumum kann að þykja hún
heldur stuttaraleg á köflum. Hann er mjög vel að sér í sögu lands-
ins, og nýtur útgáfan þess í formálanum og skýringum við textann.
Hann þekkir hverja þúfu, að kalla má, á svæðinu, þar sem sögurnar
gerast, en það er mikilsvert skilyrði til að átta sig fyllilega á flest-
um Islendingasögum, þar eð þær eru svo staðbundnar. Það er stund-
um viðkvæmt mál meðal almennings að hrófla við gömlum kenn-
ingum um eðli og uppruna íslendingasagna, en vil eða dul má þar
engu um ráða hjá fræðimönnum. B. Sigf. er ósmeykur við að setja
fram ný sjónarmið, og hann heldur svo á málunum, að nýjar leiðir
opnast til réttara skilnings á sögunum. — Að lokum vil ég benda á
eina misfellu, sem útgefandi á enga sök á. Meinlegur galli er á
landabréfinu. Mótin hafa ekki fallið saman í prentun, og er afleið-
ingin næsta skringileg. Skjálfandafljót hefir tvo farvegi, þar sem
einn á að vera, og hver ey í Mývatni hefir sinn tvífara. Ýmsir aðrir
gallar eru á landabréfinu, en óþarft er að telja þá. Þeir liggja í
augum uppi, en auðvitað er nauðsynlegt, að landabréfin séu sem
bezt úr garði gerð allra hluta vegna, og auðvelt hlýtur að vera að
koma í veg fyrir svipaðar misfellur framvegis.
Jón Jóhannesson.
Skagfirzk fræSi II: Landnám í SkagafirSi eftir Ólaf Lál'USSon
prófessor. •— Sögufélag Skagfirðinga 1940.
I formálsorðum fyrir Skagfirzkum fræðum I er sagt, að það
bindi eigi að vera þriðji partur af sögu Skagafjarðar. Ég veit eigi,
hvort sú áætlun er enn óbreytt, en ef svo er, getur síðasti partur-
inn aðeins orðið lítið brot af sögu Skagafjarðar eftir 1246. Má
þess því fastlega vænta, að sögufélagið bindi sig eigi við þá bráða-
birgðaáætlun, svo myndarlega sem af stað er farið, heldur láti rita
■sögu Skagafjarðar jafnrækilega fram til vorra daga. Söguefnin