Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 204
202 Sir Arthur Eddington Skírnir
sé gegn fullyrðingu hans; hann verður að koma með ein-
hverja ástæðu til að halda henni fram. Eg segi ekki, að
hann verði að sanna hana, því að í vísindunum erum vér
fúsir til að trúa hlutum, þó að rökin séu ekki full sönnun.
Ef ekki er unnt að koma með neina ástæðu til að halda
henni fram, þá hjaðnar hún niður eins og hver önnur fá-
nýt heilabrot. Það er furðulegt, að jafnvel vísindamenn,
sem rita um nauðhyggjuna, halda henni fram, án þess að
telja þörf á að segja neitt, sem styður hana, og benda að-
eins á, að hinar nýju kenningar eðlisfræðinnar afsanni í
rauninni ekki nauðhyggjuna. Ef það sýnir í raun og veru
stöðu nauðhyggjunnar, mundi ekkert virðulegt vísinda-
tímarit eyða rúmi til að ræða hana. Tilgátur, sem lítil rök
styðja, eru vísindunum til bölvunar; tilgáta, sem alls eng-
in rök styðja, er smán. Hvað efnisheiminn snertir, virðist
nauðhyggjan ekki skýra neitt; því að í hinum nýju bók-
um, sem lengst fara í skýringu fyrirbrigðanna, er henni
ekkert beitt.
Ónauðhyggjan er ekki jákvæð fullyrðing. Eg er ónauð-
hyggjumaður á sama hátt og eg er ekki þeirrar skoðunar,
að tunglið sé gert af grænum osti. Þar með er ekki sagt,
að eg sé sérstaklega talsmaður þeirrar kenningar, að tungl-
ið sé ekki gert af grænum osti. Hvort þessi kenning um
tunglið getur samrýmzt stjörnufræðinni nú á tímum eða
ekki, er naumast rannsóknarvert; mergur málsins er sá,
að grænosthyggjan eins og nauðhyggjan er tilgáta, sem
vér höfum enga ástæðu til að halda uppi. Ósannanlegar til-
gátur af þessu tagi má finna upp eftir vild.
Óvissuregla..
Stærðfræðileg meðferð ónauðbundins heims er ekki að
formi mjög frábrugðin hinni eldri meðferð, sem miðuð
var við nauðbundinn heim. Jöfnur ölduaflfræðinnar, sem
notaðar eru í hinni nýju kenningu, eru ekki í meginatrið-
um frábrugðnar þeim, sem lagaraflfræðin notar. Svo er
mál með vexti, að vér getum haft merkjamálstákn til að