Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 28
26
Sigurður Nordal
Skírnir
fræSimönnum, án þess reynt væri að kryfja málið til
mergjar. Það gerði Björn M. Ólsen loks í merkri ritgerð
árið 1904. Margar athuganir hans standa enn í góðu gildi,
enda var þeim mikil athygli veitt. En sumar röksemdir
hans voru samt svo vaxnar, að þær gerðu skoðun hans
tortryggilega, og hann treystist ekki, eins og áður er get-
ið, til þess að andmæla aldursákvörðun Finns Jónssonar,
taldi söguna ritaða rétt eftir 1200, áður en Snorri fór frá
Borg. Þannig horfði þetta mál við, er eg samdi bók mína
um Snorra. Eg þóttist þá ekki fær um að komast að
ákveðinni niðurstöðu um það, leit annars vegar of mikið
á veilurnar í málflutningi B. M. Ó., fannst m. a. ótrúlegt,
að slík saga væri samin af liðlega hálfþrítugum manni,
en þóttist einkum ekki viss um að heyra rómblæ Snorra í
stíl hennar. Eg leiddi þetta því hjá mér, án þess að for-
taka neitt né fullyrða. Sjö árum síðar kom út um þetta efni
doktorsritgerð frá Lundi eftir Per Wieselgren. Þar var
skoðun B. M. Ó. kveðin niður með margvíslegum rökum.
Mér er óhætt að segja, að allir fræðimenn, sem eg þekkti
til, töldu þau óhrekjandi, einkanlega vegna samanburðar
Wieselgrens á stíl Heimskringlu og Egils sögu. T. d. sagði
Andreas Heusler við mig sumarið 1932, að svo leitt sem
sér þætti að hafna trúnni á niðurstöðu Ólsens, væri hann
nú til þess neyddur.
Einmitt um það bil, sem eg fekk bók Wieselgrens í hend-
ur, var eg að byrja að búa nýja útgáfu Egils sögu til
prentunar. Þessi bók var mér því aufúsusending. Eg var
albúinn að læra af henni það, sem vel var athugað, en
mér ofbuðu um leið sumar firrurnar, einkum trú höfund-
arins á mótun og festu sagnanna í munnlegri geymd. Hvor-
ugt þurfti samt að hafa úrslitaáhrif um aðalniðurstöð-
una. En gagnrök Wieselgrens hrundu hvert af öðru við
nánari grennslun, þar á meðal ályktanir hans af stílnum,
er það kom í ljós, að Egils saga hafði verið gefin út og
hana varð að gefa út eftir handriti, sem var talsvert stytt
samkæmt vitnisburði miklu eldra brots, sem auðsjáan-
lega varðveitti frumtextann nær eða alveg óbreyttan. Um