Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 126
124
Jón Helgason
Skírnir
helzt hefði getað haft augastað á, var skrifarastaða á
skrifstofu stiftamtmannsins, frænda hans. En þar stóð
svo á, að Hilmar Finsen hafði veturinn áður ráðið til sín
hálfbróðurson sinn danskan, Præben Hoskjær cand. jur.,
svo að þar var ekki þörf á manni í viðbót. Um haustið hélt
hann því aftur á brott héðan til Danmerkur og dvaldist
nú sem fulltrúi á skrifstofu föður síns í Álaborg hin næstu
fjögur ár.
Svo sem þegar er sagt í upphafi greinar þessarar, var
1872 fastráðin breytingin á hinni æðstu umboðsstjórn hér
innanlands með stofnun landshöfðingjadæmisins, ásamt
sérstöku landshöfðingjaritaraembætti, og sú breyting mið-
uð við 1. apríl 1873. Til þess að gegna hinu nýja lands-
höfðingjaritaraembætti, þurfti nú að finna hæfan mann.
Præben Hoskjær, sem verið hafði á skrifstofu stiftamt-
manns og meira að segja tekið próf í íslenzku 1869 með
það í huga, ef til vill, að ílendast hér, hafði farið utan aft-
ur 1871 og fengið fasta stöðu í Danmörku. Hins vegar
hafði Hilmari Finsen fallið einkarvel við frænda sinn, Jón
frá Álaborg, þann tíma, sem hann dvaldist hér veturinn
1867—68, og mun hann, þegar fastráðin var stofnun rit-
araembættisins, hafa snúið sér til Jóns og hvatt hann til
að sækja um embættið. Þetta gerði Jón, og var embættið
veitt honum haustið 1872. Til þess nú að búa sig sem bezt
undir hið nýja embætti, dvaldist Jón í Kaupmannahöfn
veturinn eftir, einkum til þess að kynna sér meðferð ís-
landsmála á stjórnarskrifstofunum í Khöfn, sérstaklega
þeirra mála, sem hér eftir skyldu endanlega afgreidd af
landshöfðingja, og kom svo út hingað um vorið og tók við
hinu nýja embætti sínu.
Jón ritari kom sízt til landsins sem ókunnugur hér, því
að hann hafði notað vel tímann, sem hann dvaldist hér
1867—68, og kynnt sér íslenzk mál og embættisrekstur
sem bezt. Og hann vissi hér af fjölmennu frændliði, bæði
austur um sveitir og eins hér í höfuðstaðnum: Föðurbróð-
ir hans Magnús bjó í Bráðræði, annar föðurbróðirinn Þor-