Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 94
92
Einar Arnórsson
Skírnir
um. En um þetta verður vitanlega ekkert fullyrt, þó að
sögnin sé alltortryggileg.
Gunnl. og Krs. láta þá Gizur og Hjalta fara upp í Lciug-
ardal, og hafa það sjálfsagt eftir Ara. Það, sem áður er
sagt um þann mikla krók, sem þeir hefðu þá lagt á leið
sína, á fullkomlega hér við. Leið þeirra hefði þá beinast
legið út yfir Þjórsá á Sandhólaferju og upp Flóa og yfir
Hvítá á Oddgeirshólum og síðan upp Grímsnes, eins og
áður segir.
Eins og áður getur, lætur Njála þá Gizur og Hjalta
lenda á Eyrum (Eyrarbakka). Voru þeir eftir sögn henn-
ar 30 í flokki og riðu þegar til þings, en Hjalti varð eftir
að Reyðarmúla, „því at þeir spurðu, at hann var sekr orð-
inn um goðgá“. Reyðarmúli mun vera hnúkur sá, er nú er
kallaður Barmur vestanvert við Laugarvatnsvöllu (sbr.
Landn. bls. 26), og er mönnum, sem af Eyrarbakka koma
og ætla á Þingvöll, alllangur krókur þangað. Talan 30 er
sjálfsagt hugsmíð Njáluhöfundar, og ekki þurftu þeir að
„spyrja“ það, að Hjalti væri sekur orðinn, því að það vissu
þeir frá árinu áður.
Ari lætur Gizur nema staðar í Vellankötlu við „Ölfoss-
vatn“, og mun sá staður vera við Þingvallavatn utanvert
við „Hallinn“, sem Austanmenn nefndu svo. Þar er gam-
all áningarstaður lestamanna úr ofanverðu Grímsnesi,
Laugardal og Biskupstungum á leið þaðan til Reykjavík-
ur. Fylgja hinar heimildirnar Ara um þetta. Þaðan sendi
Gizur „fulltingsmönnum“ sínum orð „til þings“, að þeir
skyldu koma til móts við hann, því að hann og menn hans
höfðu spurt, að óvinir þeirra ætluðu að verja þeim vígi
þingvöllinn.!) Áður þeir færu úr Vellankötlu, kom Hjalti
með flokk sinn og reið síðan með þeim til þings. Ari segir
þetta, 'Og hinir heimildarritararnir fylgja honum þar.
Kemur hér í ljós ofurkapp Hjalta, og mátti hann með
þessu vel spilla máli kristinna manna. Vinir þeirra og
frændur komu til móts við þá, eins og þeir höfðu æskt.
Hafa þeir svo riðið á Þingvöll með sekan mann, Hjalta
Skeggjason, í flokki sínum. í annan stað safnast heiðnir