Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 32
30
Sigurður Nordal
Skírnir
að í Eyjafirði með Víga-Glúms sögu og líklega skömmu
síðar á Austurlandi. Svo kveikist einatt brandur af brandi
í bókmenntunum. En út í það verður hér ekki frekara
farið.
IX.
Hér að framan var bent á, að fálæti íslendinga við
konunga sögur Snorra og dálæti Norðmanna á þeim ætti
rætur sínar að rekja til þess, að söguhetjurnar væru
norskar, en ekki íslenzkar. En er það nú víst, að allir
Norðmennirnir í Heimskringlu séu eins norskir og menn
hafa haldið?
Það er smám saman að verða gagnger breyting á traustl
fræðimanna á sannindi þeirra fornsagna vorra, sem fjalla
um atburði, sem voru löngu liðnir, þegar þær voru skráðar.
Sagnakönnuðir efast um, að söguefni geti geymzt lengi
óbrjálað í minni, nema það hafi verið varðveitt í römm-
um skorðum bundins máls. Ritskýrendur hafa rannsakað
vinnubrögð sagnaritaranna og komizt að raun um, að
þeir hafi mjög lagað efni munnmælanna í hendi sér,
stundum notað þau sem efnivið í sögulegar skáldsögur,
stundum skapað sér mikið af efninu sjálfir. Hvorir hafa
að miklu leyti farið sínar götur, beitt sínum aðferðum,
en niðurstaðan orðið svipuð. Snorri hefur ekki farið var-
hluta af tortryggni þessara manna. Heimskringla er ekki
lengur álitin það heimildarrit, sem hún var fyrir tveimur
mannsöldrum. Hún er krufin, flysjuð sundur, vegin lag fyr-
ir lag. Vísurnar standast bezt, skýringar Snorra og álykt-
anir af þeim stundum miður, efni hans úr eldri ritum þykir
vafasamt, umbætur hans á því enn vafasamari, þeir kaflar,
þar sem hann fer frjálsastur ferða sinna og frásagnarlist
hans nýtur sín einna bezt, allra vafasamastir. Slíkt er
vanþakklæti þessa heims barna, að sagnfræðingar vilja nú
heldur styðjast beint við sumar helgisögurnar, sem Snorri
hefur bætt djarflegast og haglegast um, en hina sléttu,
raunsæju og spaklegu endursögn hans.
Það getur virzt hart fyrir íslendinga að hafa skrifað