Skírnir - 01.01.1941, Blaðsíða 104
102
Einar Arnórsson
Skírnir
hafi ætlað að gera tillögu að lögbergi um málalok — því
að annað hefði hann ekki getað gert — án eftirgrennsl-
unar um það, hvernig hún skyldi vera, svo að menn gætu
fellt sig við hana. Slíkt hefði nú á dögum verið talið stappa
nærri fávitahætti. Eftir samtal Halls og Þorgeirs hafa
góðir menn úr báðum flokkum tekið að reyna að finna
samkomulagsleið út úr ógöngunum, sem í var komið. Sögn-
in um feldarhvíld og þögn Þorgeirs hefir myndazt af því,
að mönnum hefir fundizt það eitthvað hugðnæmara að
gera hann svo vitran og áhrifamikinn, að hann þyrfti ekki
annað en liggja hljóður nógu lengi og hugsa málið, til þess
að allir vildu hlíta því, sem hann vildi hafa.
Ari og Oddur hafa engin tíðindi að segja, meðan Þor-
geir hvílir þögull undir feldi sínum. En samkvæmt frá-
sögn Gunnl. og Krs. gerast mikil tíðindi á þessum tíma.
Heiðnir menn eiga þá áð hafa haft stefnu fjölmenna til
ráðagerða um það, hvernig eyða skyldi trúboðinu. Láta
þessir höfundar heiðna menn ákveða mannblót. Tvo menn
úr hverjum fjórðungi skyldi drepa til fórnar goðunum.
Gizur og Hjalti verða varir við þessa ráðagerð og þykjast
nú verða áð leika mótleik nokkurn til þess að fá fulltingi
síns guðs. Og kemur þeim saman um, að gefa guði sínum
„sigurgjöf“, tvo hina beztu menn kristna úr hverjum
landsfjórðungi, sem heita skyldu grandvöru og guðræki-
legu líferni upp frá því. Nafngreina höfundar síðan þá,
er undir þetta heit gengust, en sakir manneklu í Vestfirð-
ingafjórðungi — þar var þá ekki um auðugan garð að
gresja — urðu þeir að taka mann, sem enn var heiðinn,
Orm bróður Þorvalds Koðránssonar, er til vildi gefa sig,
og er hann þá auðvitað skírður.15 Lætur Gunnl. Hjalta
halda allmærðarfulla klerkaræðu um þessa ráðstöfun krist-
inna manna (Flat. I. 443—444, Fms. II. 237—238, Bisk. I.
23—24). Það er næsta ótrúlegt, að Ari og Oddur hefðu
ekki getið þessarar sagnar, ef hún hefði uppi verið, er þeir
skráðu sínar frásagnir, því að sögnin er í sjálfri sér eftir-
tektar verð. Ef marka mætti hana, þá sýndi hún einstakt
dæmi mannblóta hér á landi, sem annars mun lítið eða