Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 14
10
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
tilhugalífi viS heitmey æsku sinnar, heimspekina. Að vísu
hafði hann aldrei snúið við henni baki, heimspekin kemur
fram í hverju verki hans, en atvikin höfðu fært honum
margvísleg önnur störf. Nú voru honum veitt full laun, er
hann lét af embætti fyrir aldurs sakir, hann fékk næði til
að fást við það, sem hugur hans girntist. Iðjulaus hafði
hann ekki verið um dagana, og hann var ekki þess sinnis
nú heldur en áður, nú fór hann að glíma við ný og gömul
viðfangsefni af mikilli ánægju. Heilsuhraustur hafði hann
löngum verið, og enn fór hann í Sundhöllina á hverjum
morgni.
Guðmundur hafði ástæðu til að fagna því, að geta nú
fengizt óskiptur við það, sem honum lá á hjarta. Hann
hafði fengið að kenna á því, að íslenzka þjóðfélagið er
lítið og fjarri því, að alltaf sé nóg af réttum hillum handa
öllum, einkum ef þeir hafa með höndum eitthvað nýstár-
leg viðfangsefni, eins og heimspekin var, þegar hann kom
frá prófborðinu. Þá hlotnaðist honum þó verkefni, sem
honum hefur án efa fallið vel í geð, enda gekk hann að því
með oddi og egg; það var, þegar honum var falið að undir-
búa fræðslulöggjöf fyrir íslendinga. Þá ferðaðist hann
um Norðurlönd og skrifaði upp úr því „Lýðmenntun“,
síðan fór hann um land allt og gaf skýrslu um það. En
þegar lagafrumvarp hans var fram komið og samþykkt
og ætla mátti, að honum yrði gefinn kostur á að fylgja
lögunum eftir, var þó annar maður skipaður til að stjórna
fræðslumálunum. ,,Ég ætlaði mér að verða mikill nytja-
maður íslenzkum menntamálum,“ segir hann um þetta,
„en talaði því starfi af mér.“ Pólitískar embættaveitingar
eru víst ekki alveg spánný saga hér á landi. — Þegar Há-
skólinn var stofnaður, má nærri geta, að Guðmundi hefur
leikið hugur á að fá þar starfsvið, en á því varð bið, og
þegar loks kom að því, var sá galli á gjöf Njarðar, að það,
sem honum hlotnaðist, var aukaembætti bundið við nafn
hans, og var það því hentugt að narta í fyrir þá, sem þess
sinnis voru. Verra var þó, að það varð ekki langætt, því
að það var lagt niður 1924; þetta var eitt af þeim ein-