Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 216
204
Magnús Jónsson
Skímir
burði í garðinn. Allt kemur þetta jafnilla heim við gras-
eyrarnar milli ánna og túnfótinn í Hundadal. En aftur á
móti kemur þetta allt vel heim við staðinn, sem áður er á
minnzt. Hann er undir hlíðinni. Höfuðáttir verða þar með
engu öðru jafnvel greindar og því, sem sagan notar:
fjallshlíðin á einn veg og áin hinum megin, Bær á aðra
hönd og Hundadalur á hina, og allt blasir þetta við þeim,
er á þessum stað standa. Þar fyrir ofan og fast við eru
holta- og melahryggir. Og einmitt þarna er nokkuð hækk-
að land vegna framburðar lækjarins og því sérstaklega
hentugt stæði til heygeymslu, en engi allt í kring, all-
fjærri bænum í Hundadal. Það væri ofrausn að ætla sér
að ákveða staðinn upp á fet eða fáa metra, en annars er
vart um nema mjög lítið svæði að gera.
Þetta væri í raun og veru nóg til ákvörðunar staðarins.
En fleira hnígur þó að þessari sömu niðurstöðu. Þegar
Sturla fer eftir þeim Yatnsfirðingum, hefur það verið
höfuðnauðsyn fyrir hann að komast fyrir þá, þ. e. suður
fyrir þá, til þess að koma í veg fyrir, að þeir riði undan
fram á Sökkólfsdal til Bröttubrekku, eins og menn þeirra
lögðu til, að þeir gerðu, og Þórður vildi, að Snorri bróðir
hans gerði. Og þetta varð Sturla að gera áður en hann
fór frá fjallshlíðinni niður á eyrina og yfir ána, þ. e. áður
en það varð Vatnsfirðingum augljóst, að „ófriður væri“.
Ef nú stakkgarðurinn hefði verið hjá Hundadal eða
þar, sem Grænatóft er, hefði Sturla breytt gagnstætt
þessu. Hann ríður þá vestur á eyrina og yfir ána töluvert
vestar og gefur þeim bezta kost á að forða sér undan.
Aftur á móti er aðferð Sturlu alveg eðlileg, ef garðurinn
hefur staðið þar, sem ég hef til getið. Þeir Sturla fara
með hlíðinni hinum megin árinnar, án þess að nokkuð
þurfi að vera grunsamlegt við ferð þeirra. Það má telja
stakkgarðsmönnum trú um, að þeir Sauðfellingar séu á
leið til laugar, enda óvíst, að mjög mikið hafi borið á ferð
þeirra. Þeir hafa fáa hesta, og á þessum tíma árs hafa
sennilega verið skaflar á jörð og óljóst skyggni. Þegar
Sturla er kominn nokkurn veginn á móts við garðinn, fer