Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 209
Skírnir
Lestrarkunnátta íslendinga í fornöld
197
vera getið í Heimskringlu. Frá síðara hluta aldarinnar eru
Þingeyramunkar, Karl ábóti Jónsson, Oddur Snorrason
og Gunnlaugur Leifsson. Einn þeirra skrifar alveraldlegt
rit (Sverrissögu), rit hinna eru klerkleg að hálfu eða
meira.
I lok 12. aldar er allur þorri höfðingja og hinna gildari
bænda án efa læs og skrifandi. En þá gerast atburðir,
sem verða til að greina nokkuð sundur leikmenn og klerka.
Biskup krefur kirkjueigendur valds yfir kirkjunum, og
erkibiskup bannar þeim mönnum, sem hinar æðri vígslur
hafi, að reka sóknarmál og fara með goðorð. Þessu næst
taka við deilur Guðmundar biskups og höfðingja. Og ná-
lægt miðri 13. öldinni eru loks kröfurnar um ókvæni
presta hafðar í frammi. Á þessum tíma helzt sá siður með
höfðingjastéttinni, að menn læri að lesa og skrifa, en
menn fara sér miklu hægar í því að taka kirkjulegar
vígslur, og í sumum ættum, t. d. Sturlungaætt, tíðkast það
nálega alls ekki. Meðal nafngreindra höfunda þessa tíma
eru þrír vígðir menn: Styrmir prestur fróði, sem ritaði
sögu dýrlingsins Ólafs helga og Landnámabók (upp úr
riti eftir Ara fróða og aðra); Brandur biskup Jónsson,
sem þýddi úr latínu Alexanderssögu og eitthvað fleira,
og Ólafur hvítaskáld (súbdjákn), sem skýrði latneska stíl-
fræði með innlendum dæmum. En aðalhöfundar þessa
tíma eru þó óvígðir menn, þeir frændurnir Snorri Sturlu-
son og Sturla Þórðarson. f ritum þeirra er sami stíllinn
og í íslendingasögum. Þótt einkennilegt kunni að virðast,
er þetta auðsjáanlega tími hinna klassisku íslenzku sagna-
rita: það er tíminn, þegar ritlist er orðin almenn meðal
leikmanna, en þeir eru sjálfstæðir gagnvart kirkjuvald-
inu og jafnvel nokkuð öndverðir því. Þá verður hinn inn-
lendi, norræni andi ofan á um stund í bókmenntum þjóð-
arinnar. Og það er lang-eðlilegast að hugsa sér, að drjúg-
ur hluti þessara bókmennta sé verk leikmanna.