Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 113
Skírnir
Nýyi’ði í Stjörnufræði Ursins
101
innan næstkomandi maímánaðarloka . . . Svo lofa ég út-
gefendunum að vera hjálplegur með að útvega þeim töfl-
ur þær, sem bókinni eiga að fylgja . . d'1) Þegar þess er
gætt, að bókin kemur út í maílok 1842, koma bæði þessi
atriði samningsins kynlega fyrir sjónir, því að ólíklegt
er, að Jónas hafi lokið þýðingunni svo löngu fyrir um-
saminn tíma.
Við samningu þessarar ritgjörðar hef ég því miður
ekki átt þess kost að hafa við höndina danska textann af
stjörnufræðinni til að bera saman við íslenzku þýðing-
una. Hefði það þó verið æskilegt. Frumtextinn er ekki til
á Landsbókasafninu., og eru þar þó öll önnur rit Ursins,
m. a. stjörnufræði, sem hann þýddi úr þýzku. Sú bók er
nokkrar sárabætur, því að sjá má á henni, hvernig ritað
er á dönsku um þessi fræði á þeim tíma. Ekki verður að
sinni séð, hve nákvæmlega Jónas fylgir frumtextanum.
Ljóst er þó, að víða hlýtur að vera frá honum vikið. Auk
þess eru orð Jónasar sjálfs fyrir því, að ekki er um bók-
stafsþýðingu að ræða, heldur miklu fremur endursamn-
ingu. í samningnum við útgefendur, þeim sem áður er
vitnað í, segir svo: „Laga ég textann jafnframt í hendi
minni, eins og mér finnst, að bezt hæfi almenningi á landi
hér, og þó ekki meira en svo, að höfundinum sé alls staðar
fylgt að aðalefninu til.“2) — Þá skrifar Jónas Steenstrup,
vini sínum, 1. maí 1842. Er hann þar m. a. að svara ýms-
um ásökunum í sinn garð frá rentukammerinu, sem hafði
talið eftir fjárstyrk til Jónasar. Segir svo í bréfinu: „Jeg
arbejder som jeg kan bedst for at friste Tilværelsen; det
er slemt at sulte. Min Omarbejdelse3) af Ursins Astrono-
mi forlader snart Pressen; man mener den er heldig.“4)
Og í bréfi til Finns Magnússonar, dagsettu 2. maí 1842,
segir hann: „Stjömufræðin mín3) eftir Ursins Pop. Fore-
1) Rit II, 271.
2) Rit II, 270—71.
3) Auðkennt hér.
4) Rit II, 131.