Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 208
196
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
grammatica. Höllu Pálsdóttur biskups er hrósað fyrir at-
gjörvi í bókfræSi. Að sjálfsögðu hafa og þær konur, sem
nunnuvígslu tóku, lært að lesa. En þær voru aldrei nema
fáar. Við því er búið, að heldur fáar konur hafi lært þessa
list, en þá helzt þær, er af höfðingjaættum voru. Trúaður
er ég á, að Steinvör Sighvatsdóttir á Keldum, sú er tekin
var til gerðar með Sigvarði biskupi og kvæði orti til Gauts
á Mel, hafi verið læs engu síður en bræður hennar.
X.
Nú má draga dæmin saman.
I heiðni kunnu stöku menn hina veglegu rúnalist, en
aldrei varð hún nema heldur fárra manna eign. Hún
hvarf ekki með öllu úr sögunni á því tímabili, sem hér
ræðir um.
Með kristninni kom hingað til lands latínuletur og bóka-
ritun. 1 fyrstu var kunnátta í þessu aðeins eign klerkanna,
en brátt sá alþjóð manna, hve ágæt hún var og hvílíka
nytsemd mátti af henni hafa. Á dögum Gizurar biskups
taka höfðingjar og kirkjueigendur að nema klerkleg fræði
og vígjast til presta, og við það kemur fram hinn ein-
kennilegi samruni klerkdóms og leikmannavalds, sem ein-
kennir 12. öldina. Drjúgur hluti yfirstéttarinnar verður
læs, og það ekki aðeins hinir vígðu höfðingjar. Menn taka
nú að skrá lög sín, og lesa lögsögumennirnir, sem oftar
eru leikmenn en klerkar, þau nú af bók. Menn taka að
nota ritlistina til margvíslegra þarfa, menn skrá skjöl og
máldaga, bréf og reikninga. Auk þess hefst sagnaritun Is-
lendinga. Sæmundur prestur og Ari prestur skrá sín rit,
Brandur príor ritar Breiðfirðingakynslóð. Þetta eru allt
kirkjunnar menn, en tveir þeirra að minnsta kosti heyra
til höfðingjastéttarinnar. Afstöðu leikmanna til þessa má
sjá á því, að þá ritar Stjörnu-Oddi sitt tal, en Kolskeggur
fróði „segir fyrir“ um landnám í Austfirðingafjórðungi.
Frá miðri öldinni er Eiríkur Oddsson, sem vissulega hefur
ekki verið prestvígður, því að þess mundi þá eflaust