Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 200
188
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
voru Þorsteinn, Einar, Sigurður og Hallbjörn prestur.
Páll Sæmundarson og Jón Ormsson voru báðir djáknar,
en dóu ungir. En nú er ekki getið, að þeir, sem helzt
voru höfðingjar ættarinnar, væru vígðir, nema Vilhjálm-
ur Sæmundarson, sem var prestur; ekki er getið um vígsl-
ur Lofts Pálssonar biskups né Sæmundarsona: Philippus-
ar á Hvoli, Haralds í Odda, Hálfdánar á Keldum, Andrés-
ar í Skarði, en þeir voru fyrirmenn á sínum dögum. Hins
vegar er getið um vígða menn úr hliðargreinum ættarinn-
ar, og munu þeir hafa verið valdalausir: Hallbjörn Jóns-
son Loftssonar, Kriströður Einarsson Jónssonar Lofts-
sonar og Eyjólfur Jónsson Loðmundarsonar voru allir
prestar.1)
Af þessari upptalningu má ráða ýmsa merkilega hluti.
Hinir fyrstu höfðingjar Oddaverja voru prestvígðir hver
fram af öðrum. Með Jóni Loftssyni hefst sú venja, að þeir
taka ekki hærri vígslur en djáknavígslu. Mun þetta (a.
m. k. að því er snertir næstu kynslóðir á eftir) standa
í sambandi við þær nýju kröfur af hálfu kirkjunnar, sem
fram koma á ofanverðri 12. öld. Árið 1190 bannar Eirík-
ur erkibiskup öllum þeim, er súbdjáknavígslur hafi eða
meir, að þeir taki að sér sóknarmál eða fari með goðorð.
Líklegt má telja, að á biskupsárum Páls, hins gamla goð-
orðsmanns, hafi ekki verið farið stranglega eftir þessu,
nema þá að því er presta snertir, en höfðingjar hafa þó
fundið annmarka þá, sem nú voru orðnir á því að bindast
kirkjuvaldinu með því að taka æðri vígslur. Og höfðingjar
næstu kynslóðar eftir þá Jónssonu vígjast ekki. Hins veg-
ar vígjast prestvígslu ýmsir menn af hliðargreinum ætt-
arinnar og aðrir, sem ekki hyggja á mannaforræði.
VII.
Margt gat mælt með því að höfðingjar kynnu að lesa
og skrifa, annað en áhugi þeirra á kirkjulegum málum.
1) Heimildir fyrir vígslum þessara manna eru greindar í Bidrag
till nordisk filologi tillagnade Emil Olson, 1938, bls. 192 nm. Sbr.
ísl. fræði I 10 nm.