Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 195
Skírnir
Lestrarkunnátta fslendinga í fornöld
183
1172 (frá 1184 á Helgafelli), Kirkjubær 1186, Viðey 1226.
Það er augljóst, að bræðurnir urðu allir að öðlast nokk-
urn lærdóm, annars gátu þeir ekki haft um hönd trúar-
iðkanir sínar. En auk þess má sjá, að piltar hafa verið
teknir til kennslu í klaustrunum. í sögu Árna biskups er
sagt frá því, að hann var lærisveinn Brands ábóta í
Þykkvabæ (síðar biskups),1) og sagði Brandur svo, að
engum manni kallaðist hann jafnminnugum kennt hafa
sem Jörundi, er síðan var biskup á Hólum, en engum þeim,
er jafnkostgæfinn var og jafngóðan hug lagði á nám sitt
sem Runólfur, er síðan var ábóti í Veri, en til Árna talaði
hann svo, að hann skildi þá marga hluti af guðlegum ritn-
ingum, er hann þóttist varla sjá, hví svo mátti verða. —
Auðséð er á öllu, að hann hefur kennt mörgum öðrum en
þessum þremur.
Það er eflaust ekki annað en tilviljun, að ekki verða
fundin fleiri dæmi um þetta frá þjóðveldistímanum. En
það er auðgert að nefna dæmi frá næstu öld á eftir. Láren-
zíus kenndi bæði á Þingeyrum, á Munkaþverá og í Þykkva-
bæ. Þá er og ekkert hægara en nefna dæmi um bréfa-
gerðir, sem f jalla um jarðeignir, sem gefnar voru klaustr-
um fyrir að láta kenna ungum mönnum klerkleg fræði.2)
Ég hygg það sé sannast sagna, að hvar sem „lærðir
menn“ voru á þessu landi, voru allt umhverfis þá augu og
eyru, sem óðfús voru að nema af þeim hin dýrlegu fræði,
sem á bókunum stóðu, og þá fyrst og fremst þá list að lesa
og skrifa. Nokkra hugmynd um þetta gefur saga Jóns
biskups helga. Þar segir frá skóla þeim, sem Jón setti á
staðnum skömmu eftir að hann varð biskup. Setti hann
yfir skólann hinn sæmilegasta ungan mann, vel bóklærð-
an, Gísla Finnason, gauzkan mann, „ok gaf honum fyrir
sitt starf mikla rentu ok sæmiliga; helt hann skólann um
mörg ár ok kenndi látínu klerkum vel ok dyggiliga". „Einn
1) Bisk. I 681. Árni var líka með Grími Hólmsteinssyni í Kirkju-
bæ og Þorsteini ábótasyni á Kálfafelli og á fleiri kirkjustöðum, þar
sem hann gat numið.
2) Sturlungaöld, bls. 119 nm.