Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 101
Skírnir
Virgill
89
hug skáldsins. Tré og lindir gráta fjarstaddan húsbónda
sinn:
Ipsae te, Tityre, pinus,
ipsi te fontes, ipsa haec arbusta vocabant.
„Sjálf furutrén, Tityrus, lindirnar sjálfar og aldingarð-
arnir hérna hrópuðu á þig.“
Á öðrum stöðum dregur skáldið upp með örfáum drátt-
um eftirminnilegar myndir úr umhverfi sveitarinnar:
et iam summa procul villarum culmina fumant,
maioresque cadunt altis de montibus umbrae.
„Nú þegar stígur reykurinn upp af mæni bóndabæjanna
og stærri skuggum verpur af hinum háu fellum.“
Loks er sem átthagaást skáldsins, er föstum rótum
stendur á hinum fögru æskustöðvum þess á Norður-Ítalíu,
vaxi þróttur og víðsýni, unz hún breiðir út faðminn mót
allri ítalíu og lýtur drottningu hennar, Róm, í auðmýkt,
„sem gnæfir jafnhátt ofar öðrum borgum eins og kýpruss-
viðurinn yfir hið lágkúrulega kjarr“:
Quantum lenta solent inter viburna cupressi.
Að lokum Ijær skáldið von samtíðarinnar tungu, von
um frið og helgi laga og réttar eftir ógnir borgarastyrj-
aldanna, og hyllir þjóðhöfðingjann, sem þessara gæða er
vænzt af:
Aspice convexo nutantem pondere mundum.
„Sjá, jörðin skekur sitt tröllaukna hvel.“
Hrifning sú, sem Virgill vakti með Bucolica, mun hafa
beint athygli Ágústusar og þó einkum ráðgjafa hans,
Maecenasar, að þessu upprennandi skáldi. Maecenas, hinn
hámenntaði, tigni aðalsmaður, sem að langfeðgatali var
af etrúrskum konungum kominn, var hægri hönd keisar-
ans í viðreisnarstarfinu inn á við og lifandi tengiliður
milli keisarans og allra mestu andans manna samtíðar-
innar. Að uppörvun Maecenasar mun Virgill hafa kjörið
sér næsta viðfangsefni sitt, Georgica, ljóð um hinn ítalska