Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 124
112
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
inu. Verður síðar vikið að fleiri orðum, þar sem Jónas
notar -afl eða -magn, þar sem áður var notað -kraftur.
Aðdráttarstaður (þls. 104) og aðdráttarstefna (þls.
101) eru samsetningar, sem Jónas virðist líka hafa
myndað.
Aldeyfa. Aldeyfu kallar Jónas það eðli hlutanna, „að
þeir eru ekki aðeins hneigðir til að hvílast, þegar þeir eru
í hvíld, heldur og til að halda áfram ferðinni, þegar þeir
eru komnir á ferð“ (bls. 89). Á latínu heitir þetta inertia,
d. Inerti. Hvergi hef ég fundið þetta orð eða annað um
sama hugtak í eldri ritum, en í síðari ritum, sem fjalla
um eðlisfræði, er orðið algengt (aldeyfa, aldeyfulögmál).
í Efnisheiminum eftir Björn Franzson er þessu orði þó
hafnað og tekið upp orðið tregða og tregðulögmál.1)
Augnagler (en þó oftar augngler) í sjónpípu kallar Jón-
as gler það, er að auganu veit [d. Okular, Okularglas].
Þetta orð hef ég ekki séð í eldri ritum, enda er eðli og
bygging sjónauka hvergi jafnrækilega skýrt og í Stjörnu-
fræði Ursins (bls. 159—169). Sama er að segja um orðið
viðtökugler [Objektiv(glas)], gler það, „sem snúið er að
því, er sjá þarf“ (bls. 160), og safngler [Kollektivglas].
Sömu orðin notar Magnús Grímsson,2) og ekki veit ég til,
að gler þessi séu nefnd öðrum nöfnum í yngri ritum.
Árskekkja(n) [den aarlige Parallaxe] er sjónarmunur
sá á afstöðu tveggja sólstjarna, „sem árganga jarðarinn-
ar ætti að geta valdið“ (bls. 142). Parallaxe, sem notað er
í stjörnufræði um bil á milli þess staðar, þar sem himin-
tungl er, og þess staðar, þar sem það sýnist vera, er ann-
ars staðar í Stjörnufræði Ursins þýtt skekkja (bls. 16),
en þó oftast sjónarmunur (sjá t. d. bls. 81). 1 Náttúru-
skoðaranum er talað um „sólarinnar parallaxis eður sjón-
staðarskipti“ (bls. 99), en annars staðar í eldri ritum hef
ég ekkert séð um þetta hugtak.
Breiðbogi [Hyperbole], bls. 105, 123 og víðar, er áreið-
1) Sjá Efnisheiminn, Rv. 1938, bls. 30—32.
2) Sjá Eðlisfræði Fischers, Khöfn 1852, bls. 321.