Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 163
Skírnir
Sagan af Parmes Loðinbirni
151
Ferðalög koma mjög oft fyrir í riddarasögum, en Parm-
esarsaga er óslitin ferðasaga, og má því e. t. v. segja, að
þar dragi hún dám af þeim, og yrði það þá helzt að vera
fyrsti hluti hennar, áður en þeir félagar koma til eyjar-
innar. T. d. er fyrsti sögulegi atburðurinn, sem gerist í
ferðinni, ósvikið riddarasagna- og ævintýraefni, þ. e. þeg-
ar Parmes frelsar stúlkuna úr klóm ræningjanna í Alpa-
fjöllum. Hins vegar er sennilegt, að öðruvísi væri á því
haldið, ef um eiginlega riddarasögu væri að ræða. Lesand-
inn, sem á von á rómantískum atburði, verður fyrir herfi-
legum vonbrigðum, þegar þess er ekki einu sinni getið,
hvort konan er falleg eða Ijót, þótt hið fyrrnefnda sé að
vísu sennilegra, fyrst ræningjarnir voru að gera sér það
ómak að ræna henni. En þó fer rómantíkin fyrst út um
þúfur, þegar það vitnast, að konan er harðgift og þar á
ofan rétt og slétt bóndakona. Þrátt fyrir allt þetta hefði
nú e. t. v. samt mátt gera úr þessu ævintýri, ef vilji hefði
verið til, en það er allt á eina bókina lært. Ekki verður
séð, að Parmes verði svo mikið sem að líta á hana, og
hann sendir Nilles með hana niður í byggð þegar daginn
eftir, og er hún þar með úr sögunni.
Fundur Parmesar og bjarndýranna hefur allmikinn
riddarasögulegan svip og gæti þó eins vel verið runninn
frá þjóðsögum. Annars er líking með frásögunni af bjarn-
dýrinu í sögu Parmesar og ljóninu í fventssögu. í fvents-
sögu segir um Ijónið: „En leo snýr þegar upp á sér mag-
anum og skreið að honum, sem vildi hann biðja sér friðar
með tárum.“ Síðan gerist ljónið fylgispakt við fvent.1)
í Parmesarsögu segir um birnuna: „Hún skreið þá á
maganum til Parmesar og fleygði sér upp í loft, en hann
klappar á kvið henni . . ,“.2) Daginn eftir kemur karldýr-
ið með sauð á bakinu, en birnan færir Parmes öxi.
Það, sem þá er eftir af sögunni, þ. e. um dvölina á eyj-
unni, burtförina þaðan og dvölina í villimannalandinu, er
1) Kölbing: Riddarasögur, Strassburg 1872, bls. 117.
2) Parm. Rv.útg., bls. 10.