Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 120
108
Bjarni Vilhjálmsson
Skírnir
Á þessum tveimur áratugum, sem líða á milli útkomu
Landaskipunarfræðinnar og Stjörnufræði Ursins, gerist
mikið ævintýri í sögu ritmálsins íslenzka. Líkast er sem
það kasti ellibelgnum og verði aftur ungt og fagurt. Þessi
breyting verður að nokkru leyti í kyrrþey og hávaðalaust,
en sjálfkrafa kemur hún ekki. Þrotlaust starf býr að baki
henni. Einn maður hefur lagt þar fram drýgri skerf en
allir aðrir. Það er Sveinbjörn Egilsson. Skal þó síður en
svo gert lítið úr starfi samkennara hans, Hallgríms Schev-
ings. Sveinbjörn verður kennari við Bessastaðaskóla árið
1819. Aðalgrein hans er gríska. Islenzka er alls ekki náms-
grein, nema íslenzkur stíll, sem Björn Gunnlaugsson,
stærðfræðingurinn, kennir eina stund í viku. En vegna
íslenzkukennslu sinnar mun þó Sveinbjarnar Egilssonar
minnzt, meðan íslenzk tunga er töluð, þótt aldrei væri
hann íslenzkukennari nefndur. Hann þýðir klassisku rit-
in fyrir nemendur sína á snilldarmál og örvar þá og hvet-
ur til að vanda málfarið. Hann hefur mesta þekkingu
allra samtíðarmanna sinna á íslenzkum fornbókmenntum,
enda er málblærinn á þýðingum hans mjög áþekkur og á
íslendinga sögum, setningar stuttar og hnitmiðaðar og
stinga mjög í stúf við hinn flókna klerka- og kansellístíl
lærðra manna fyrir hans daga. Hvergi gætir fyrnsku í
máli hans. Hann er ekki rígbundinn hinni fornu fyrir-
mynd, en hefur jafnan hliðsjón af henni. Eftiröpun á
fornmáli var honum fjarri skapi. Orðavalið er í samræmi
við lifandi mál, þar sem það er bezt talað, laust við er-
lendar slettur. Víða myndar hann ný orð, flest samsett,
lýsingarorð og nafnorð: rósfingraður, goðumlíkur, fár-
hugaður, mannsæmur, margfrjór, landaskelfir, skýbólstra-
guð, svo að nokkur dæmi séu nefnd um smekkvísi hans.
Hómersþýðingar hans (Odysseifskviða, útg. 1829—1840
og 1912, og Ilionskviða, útg. 1855) munu ávallt verða
fyrirmynd um þýðingar á íslenzka tungu.1)
1) Sjá annars frekar um málbótastarf Sveinbjarnar í ritgjörð
eftir dr. Einar Ólaf Sveinsson í Helgafelli, maíhefti 1942: Svein-