Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 229
Skírnir
Ritfregnir
217
segir hann sjálfur í einu kvæði sinu. Framtíðin mun ekki draga
það í efa, að Nordahl Grieg var einn þessara beztu sona Noregs.
Leikrit Kajs Munks, „Niels Ebbesen“, á sér allmerkilega sögu.
Það var gert upptækt í Danmörku, vegna þess að nazistum þótti
það andsnúið sér. Siðar birtist það smám saman í blaði frjálsra
Dana í Lundúnum. Jón Eyþórsson veðurfræðingur, sem þá var for-
maður útvarpsráðs, þýddi leikritið úr blaðinu, og var það síðan
leikið í Ríkisútvarpinu 17. febrúar 1943, og hafði þá aldrei verið
leikið áður. Jón Eyþórsson fékk þýðinguna í hendur félaginu „Frie
Danske“ í Reykjavík, og stendur það að þessari útgáfu.
Það er ekki undarlegt, að „Níels Ebbesen“ hleypti illu blóði í
nazista. Bæði var höfundurinn svarinn óvinur þeirra manna, sem
ráðizt höfðu inn í land hans og svipt þjóðina frelsi, og svo glyttir
hvarvetna á falinn sverðsodd i hvössum tilsvörum leikritsins. Og
engum þarf að blandast hugur um, hvert þeim sverðsoddum er
stefnt. Þótt leikritið lýsi atburðum, sem gerðust fyrir sex hundruð
árum, er það fyrst og fremst innblásið af þeim tíðindum, sem
skáldinu eru ríkust í huga: innrás Þjóðverja í Danmörku 1940 og
ofbeldisverkum þeirra þar. Níels Ebbesen, hinn friðsami bóndi, sem
hefur andstyggð á stríði og hryðjuverkum, en rís þó upp um síðir
og drepur kúgarann, er ímynd hinna rólyndu Dana, sem unnu friði
og menningu, en snerust þó til harðsnúinnar varnar, þegar ræna
átti þá þessum verðmætum, sem þeir höfðu skapað sér og afkom-
endum sínum. Leikritið lýsir því á athyglisverðan hátt, hvernig
smátt og stórt hjálpast að því að blása að glóðum haturs og bar-
áttuþors í brjósti Níelsar Ebbesens.
Þá þarf enginn að vera í vafa um, hvaða mönnum er verið að
lýsa með persónu Gerts hins sköllótta, holsteinska greifans, sem
Níels Ebbesen drepur. Honum og hans líkum er bezt lýst með orð-
unum, sem Kaj Munk leggur greifanum í munn: „Ég er miskunn-
samur, því að ég útrými þvi, sem einskis er nýtt. Ég er réttlátur,
því að ég dæmi þeim volduga sigurinn. Ég er friðsamur, því að
friður er aðeins hugsanlegur þar, sem einn ræður og allir hlýða
orðalaust í blindni.“ — Þetta var einmitt miskunnin, réttlætið og
friðurinn, sem þröngva átti upp á Dani og fleiri þjóðir. En vegur
þess ríkis hlaut að liggja yfir lík manna eins og Níelsar Ebbesens
og Kajs Munks.
Kaj Munk hefur skapað ógleymanlega persónu, þar sem er séra
Lorens, drykkfelldur prestur og breyzkur, en þó að ýmsu leyti full-
trúi höfundarins og talsmaður. Hann reynist ódeigur bardagamað-
ur, þegar á hólminn er komið, og sættir sig við dapurlegan æviferil
og sviknar vonir, þegar hann fær tækifæri til að verða málstað
réttlætisins að liði.