Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 176
164
Árni Kristjánsson
Skírnir
dagbók Hans Egedes um ástand kristniboSsins á Græn-
landi (Höfn 1737), og einnig hefur hann þýtt eða látið
þýða Grænlandslýsingu Egedes (Det gamle Grönlands nye
Perlustration, Höfn 1724). í handritinu, þar sem þessar
tvær þýðingar eru, er einnig fleira viðkomandi Grænlandi,
og hefur Jón átt þetta handrit. 1757 þýðir Jón ennfremur
á íslenzku latneskt Ijóð, sem ort hafði verið út af Græn-
landslýsingu Egedes. Þá er og til skýrsla um hrakning
Bjarnar Jónssonar frá Tálknafirði til Eystribyggðar á
Grænlandi, skrifuð af sr. Jóni og dags. 20. júní 1757.
1763 fær Jón Bjarna landlækni til að rita „Nokkur atriði
um byggingu Grænlands af íslenzkum fjölskyldum á hent-
ugum stöðum á landinu", en þeir Bjarni og Jón voru góð-
kunningjar. Segist Bjarni þar fara eftir munnlegum við-
ræðum við Poul Egede (sem Bjarni hafði kynnzt í Höfn)
og nýfengnu bréfi frá Agli Þórhallasyni frá Borg, sem
síðar varð prestur og trúboði á Grænlandi (1765—75).
Sama ár (1763) sendir sr. Jón skýrslu um fyrirætlanir
sínar til Pouls Egedes að því er virðist. Þar þakkar hann
honum fyrir bréf og segist ennfremur hafa fengið tvö
bréf frá Agli Þórhallasyni. Biður hann Egede um afrit
af skýrslu um rannsóknarferðir hans, ekki sjálfum sér til
uppörvunar, heldur löndum sínum, sem honum finnst held-
ur tregir til að ráðast í nýlendustofnun, en það virðist
helzt hafa vakað fyrir honum, þegar hér er komið sögu.
1764 ritar hann Agli Þórhallasyni langt bréf, sem aðeins
er til í ágripi. Er það mest um Grænland og landkosti þar,
sem hann þykist hafa fengið ófullnægjandi upplýsingar
um. Virðist hann þá jafnvel vera farinn að örvænta um,
að nokkuð verði úr flutningunum vestur, en læzt þó vera
allfús til fararinnar. Úr þessum fyrirætlunum varð þó
aldrei neitt, en ekki verður annað séð en að presti hafi
verið þetta fúlasta alvara. Sama ár (1764) yrkir hann svo
ljóðabálk mikinn, sem nefndur hefur verið Skrælingja-
níð (Ríma, sundurdeild í 7 flokka, af manndrápi á Græn-
lands austursíðu árið 1720). Er sú saga til þess, að Skræl-
ingjar áttu að hafa drepið skipshöfn eina að sjálfra þeirra