Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 241
Skírnir
Skýrslur og reikningar
III
með 83 atkvæðum, og gátu þau því ekki komið til greina. Sigurður
Nordal hafði verið kjörinn varaforseti af 25, og taldist kjörinn
varaforseti til næstu tveggja ára.
í fulltrúaráð voru (endur)kjörnir til næstu 6 ára þeir Einar
Arnórsson, með 163 atkvæðum, og Sigurður Nordal, með 135
atkvæðum.
í fulltrúaráð til næstu 4 ára var kjörinn Árni Friðriksson, með
124 atkvæðum, og til næstu 2 ára var kjörinn Alexander Jóhannes-
son, með 115 atkvæðum.
Næsta atkvæðatölu til forseta hlaut Sigurður Nordal, 30 at-
kvæði; næsta atkvæðatölu sem fulltrúi um næstu 6 ár hlaut Einar
Ól. Sveinsson, 15 atkvæði; sem fulltrúi um næstu 4 ár Matthías
Þórðarson og Alexander Jóhannesson, 13 atkvæði hvor; og sem
fulltrúi um næstu 2 ár Einar Ól. Sveinsson, 6 atkvæði. — Fleira
gerðist ekki. — Fundi slitið“.
4. Því næst voru kjörnir endurskoðendur félagsins; voru þeir
endurkosnir, sem verið höfðu síðast-liðið ár, Brynjólfur Stefánsson
og Jón Ásbjörnsson.
5. Þá skýrði varaforseti frá því, að stjórn félagsins hefði ráðið
Einar Ól. Sveinsson til að vera ritstjóra Skírnis þetta ár og hið
næsta (1944 og 1945).
6. Enn fremur skýrði varaforseti frá því, að árstillag til félags-
ins þetta ár, 1944, yrði hið sama og síðast-liðið ár, 25 krónur.
7. Síðan skýrði hann frá bókaútgáfu félagsins þetta ár, hverra
rita væri von: Sldrnis, 118. árgangs, 4. heftis IV. bindis Annála
1400—1800 og rits eftir Sigurjón Jónsson lækni, Sjúkdómar og
sóttarfar á íslandi 1400—1800.
Enn fremur skýrði varaforseti frá því, að gefið yrði út 1. hefti
XIV. bindis Fornbréfasafnsins á þessu ári. Kvað hann nú lokið
undirbúningi XIV. og XV. bindis þessa verks til prentunar og að
stjórn félagsins hefði þegar greitt ritlaun handrits í þau bindi bæði
og myndi leitast við að hraða útgáfu þeirra og einnig láta endur-
prenta þau hefti af verkinu, sem uppseld væru. — Einnig skýrði
varaforseti frá, hversu gengi að taka saman ævisagnabók þá, sem
félagið ætlaði að gefa út; kvað hann ýmsa annmarka á því undir
núverandi kringumstæðum, að fullgera það verk, en að höfundur
þess, dr. Páll Eggert Ólason, ynni stöðugt að því.
8. Þá tók prófessor Richard Beck til máls og þakkaði þá vin-
semd í sinn garð, sem látin hefði verið í ljós á fundinum, og enn
fremur bar hann fram beztu óskir til handa Bókmenntafélaginu
frá Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi, en varaforseti þakk-
aði ummæli hans, og árnaði Þjóðræknisfélaginu beztu heilla á
komandi tímum. Risu allir fundarmenn úr sætum.
9. Því næst skýrði varaforseti frá þeirri einróma tillögu félags-