Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 240
II
Skýrslur og reikningar
Skírnir
Axel Kristjánsson, kaupmaður á Akureyri.
Árni B. P. Helgason, héraðslæknir, Patreksfirði.
Björn L. Jónsson, hreppstjóri, Stóru-Seylu.
Fredrik Paasche, prófessor, dr. phil., Osló. — Heiðursféiagi.
Gunnlaugur Einarsson, læknir, Reykjayík.
Hákon Waage, iðnaðarmaður, Reykjavík.
Inga Magnúsdóttir, skjalaþýðandi, Reykjavík.
Jakob Dahl, prófastur, Þórshöfn á Færeyjum.
Jón Magnússon, kaupmaður og rithöfundur, Reykjavík.
Oskar Jónsson, prentari, Reykjavík.
Sigurður Sigurðsson, skipstjóri, Reykjavík.
Stefán ■ Jónsson, bóndi á Munka-Þverá.
Tryggvi Magnússon, verzlunarmaður, Reykjavik.
Þorleifur Jóhannesson, verkamaður og fræðimaður, Stykkishólmi.
Þórður Ólafsson, bóndi í Ásgarði í Grímsnesi.
Risu fundarmenn allir úr sætum og minntust hinna látnu félags-
manna.
Þá gat varaforseti þess, að skráðir hefðu verið á sama tíma 84
nýir félagsmenn, 26 fyrir áramót og 58 eftir.
2. Því næst las varaforseti upp ársreikning félagsins fyrir
síðast-liðið ár og efnahagsreikning þess við lok þess árs. Höfðu
þeir verið endurskoðaðir og án nokkurra athugasemda. Umræður
urðu engar um þá; voru þeir bornir upp til atkvæða fundarmanna
og samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.
Þá las varaforseti upp reikninga yfir sjóð Margr. Lehmann-
Filhés og Afmælissjóð félagsins; höfðu þeir einnig verið endur-
skoðaðir athugasemdalaust.
3. Síðan las varaforseti upp fundargjörð kjörfundar, sem hald-
inn hafði verið á lögmæltum tíma; hljóðaði hún á þessa leið :
„Árið 1944, föstudaginn 16. júní, kl. 4 síðdegis, komu 3 menn
af stjórn Bókmenntafélagsins saman í lestrarsal Þjóðskjalasafns-
ins til þess að telja atkvæði til kosningar forseta og varaforseta til
næstu 2 ára, tveggja fulltrúa til næstu 6 ára, eins til næstu 4 ára í
stað Matthíasar Þórðarsonar og eins til næstu tveggja ára í stað
drs. Þorkels Þorkelssonar. Fjórir fulltrúanna gátu ekki verið til
staðar; voru 2 fjarverandi úr bænum, en 2 voru hindraðir af ann-
ríki frá því að mæta. Rvaddi stjórnin sér til aðstoðar við talning
atkvæðanna 3 aðra félagsmenn, þá Benedikt Sveinsson og dr. Björn
Þórólfsson skjalaverði og Stein Dofra ættfræðing.
Fram höfðu komið 211 kjörseðlar, og reyndust úrslit kosning-
anna þannig:
Forseti var kjörinn til næstu tveggja ára Matthías Þórðarson,
með 116 atkvæðum.
Varaforseti til næstu tveggja ára var hinn sami einnig kjörinn