Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 157
Árni Kristjánsson
Sagan af Parmes Loðinbirni
Nokkrar athuganir
[Veturinn 1942—43 hlaut ég' þessa sögu að viðfangsefni í æfing-
um í bókmenntarannsókn undir handleiðslu próf. Sigurðar Nordals.
Gaf hann mér ýmsar mikilsverðar bendingar um það, hversu taka
skyldi á efninu, og ber því að þakka honum að miklu leyti, ef eitt-
hvað skyldi finnast nýtilegt í þessum athugunum, en mér einum
um að kenna, þar sem miður fer. Allmikið vantar á, að ég hafi gert
þessu efni þau skil, sem ég hefði óskað, og stafar það mikið af því,
að ég hef ekki haft aðgang að ýmsum handritum, sem varða það og
eru nú, ásamt öðrum handritum Landsbókasafns, utanbæjar. Þar eð
ekki verður séð að svo komnu, hve langt verður, þangað til hægt er
að ná til þeirra, læt ég þetta frá mér fara, þótt ófullkomið sé, í
þeirri von, að mér auðnist e. t. v. að bæta um það síðar.]
Sagan af Parmes LoSinbirni er til prentuS í þremur út-
gáfum. Hin fyrsta er gefin út í Reykjavík árið 1884, og
mun ég að mestu styðjast við hana. Önnur er prentuð á
Gimli í Manitoba 1910, og hin þriðja í Vestmannaeyjum
1943. í hinni síðastnefndu er notaður texti útgáfunnar
frá 1884 óbreyttur að öðru leyti en því, að hann er færður
til löggiltrar stafsetningar. Einstakar orðabreytingar eru
og gerðar, en þær skipta litlu máli.
Ekki er þess getið um tvær fyrri útgáfurnar, hverjir
hafi séð um þær né eftir hvaða handritum þær eru gerð-
ar, en þó er bert, að þær eru gerðar hvor eftir sínu hand-
riti, því að orðamunur er mikill, og má næstum teljast til
undantekninga, ef nokkur setning er alveg eins sögð í
báðum. Samt sem áður fylgjast þær að mestu að í frá-
sögninni, að fáeinum stöðum undanskildum, og mun
sumra þeirra verða getið síðar. Að því er bezt verður séð,
hefur Gimliútgáfan a. m. k. sums staðar upprunalegri
10