Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 51
Skírnir
Svo kvað Konráð
43
ef þeir ekki gera neitt, en annaS verður ofan á, þegar þeir
sýna sig. Konráð var allt of „formel“ til þess að geta ver-
ið eiginlegt skáld, þar að auki lítt lesinn, en takmarkaður
specialist í norrænu.“
Skarplega er það athugað, að íslendingum sé títt að
gera sér ýktar hugmyndir um, hvað menn „hefðu getað,
ef þeir hefðu viljað“. Samt er það ekki ómerkilegt, að ís-
lendingar skyldu vera að bollaleggja svo um skáldskap
Konráðs. Hefur eitthvað síazt út um það frá mönnum,
sem vissu meira en aðrir, en máttu aðeins gefa það í skyn?
Rangt er af Gröndal að telja Konráð „lítt lesinn“. Á yngri
árum sínum í Höfn mun Konráð hafa lesið mikið af út-
lendum skáldskap, leiðbeint Jónasi um það efni og líklega
verið þar fullt eins fjöllesinn og Jónas, þótt hann síðar
sökkti sér nær einvörðungu niður í norrænar bókmenntir
og málfræði.
Eftir Konráð er til talsvert af vísum auk þeirra, sem til-
færðar eru í Dægradvöl, en margar svo klúrar, að þær eru
ekki prenthæfar fyrir almenning. Eigi að síður má sjá,
að handbragðið er fjarri því að vera klaufalegt og stund-
um með þeirri íþrótt, sem sæmt hefði betri yrkisefnum.
Til eru líka eftir hann nokkurar góðar vísur, sem orðið
hafa alkunnar, t. d. „Hugsað get eg um himin og jörð“,
þótt fáar séu. Og ekki má gleyma því, að Konráð hefur
ort þessar ljóðlínur, hvort sem hann hefur gert það í
draumi eða vöku:
Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og hlár,
hafið var skínandi bjart —
sem enn þykja býsna góður skáldskapur. Hvað Jónas
hefur átt Konráði upp að inna, fegurðarsmekk hans,
vandlæti og þekkingu, verður aldrei fullkunnugt. Það fór
ekki flqiri manna á milli. En vegna kerskni og klúryrða
Konráðs er rétt að minna á, að ljúflingurinn Jónas átti
slíkt líka til, svo sem sjá má ekki sízt af bréfum hans til