Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 66
58
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
fyrir vísindunum o. s. frv. En ég held meira kveði nú að
náttúrulýsingum, og er Gunnarshólmi þá vitanlega
gleggsta dæmið. Ef einhverjum hefði forðum daga þótt
vafi á því leika, hvort meira mætti sín hljómskynjun eða
sjónskynjun hjá skáldinu, þá er nú enginn vafi á því.
Veröldin er honum fyrst og fremst sjónheimur, ljósheim-
ur. Það er eins og augu hans drekki í sig fegurð hlutanna.
Veitti þér fulla
feg-urð að skoða
himna höfundur,
kvað hann til Alberts Thorvaldsens 1838. Það er eflaust
hinn mesti unaður skáldsins að skoða fegurð Ijósheims-
ins. Á mynd þeirri, sem Helgi Sigurðsson hefur gert af
Jónasi og prentuð er framan við 5. bindi rita hans, draga
augu hans þegar að sér athygli áhorfanda. Andlitið er
markað rúnum vonbrigða og rauna, en augun eru enn
þyrst að sjá veröldina; það er eitthvað dularfullt í þessari
sjón, því að þetta er ófreskisgáfa heiðríkjunnar. Jónas er
ölvaður af hinu fagra, sem hann sér, ef hægt er að tala
um ölvun í sambandi við þessa miklu heiðríkju, tærleik
og skýrleik.
Vorið 1839 fór Jónas til íslands og ferðaðist hér um
til rannsókna á náttúru landsins næstu ár. Það ætti að
mega vonast eftir „ferðamyndum“ frá hans hendi, enda
bregzt það ekki, en fyrsta kastið eru þær ekki Heineskar.
Hér eru kvæði eins og Hulduljóð og Fjallið Skjaldbreið-
ur; hið síðarnefnda reglulegt ferðakvæði, stórt málverk,
sízt tilþrifaminna en Gunnarshólmi. Og hér hljóma nýir
strengir í hörpu Jónasar. Vanalega kveður hann um það,
sem honum er hugljúft. I Fjallinu Skjaldbreið yrkir hann
um eldgos, tröllaukin náttúruundur, sem ekki gleðja huga
manns með yndisleik, en draga hann þó að sér með undar-
legri kynngi; þegar hann hrífst ekki af fegurð þess, lýtur
hann viljalaust töfrum ófrýnileikans. Þessi tilfinning á
sér langa sögu í íslenzkum kveðskap; þannig varð því við