Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 60
52
Einar ÓI. Sveinsson
Skírnir
frá ferðum hans á Þýzkalandi, Vallandi, Ítalíu, Frakk-
landi, Englandi, því sem þar hafi fyrir hann borið, o. s.
frv. Ekki er á að ætla, hvernig íslendingum fellur hann
í geð,“
Þessu næst kemur sagan af Karli 5. í dýflisunni og
Rósaknúti, hirðfíflinu hans.
Hér má sjá, að þeir félagar hafa verið kunnugir „Ferða-
myndum“ Heines, enda voru þær allar komnar út 1831.
En frá sama tíma og þessi grein er annar vitnisburður
um mætur Jónasar á þessu skáldi. 12. febr. sama ár skrif-
aði hann í athugasemdabólc lestrarfélags Garðbúa þessa
beiðni: „Da Heines ,Salon II‘ nu er udkommen, t0r
man vente, at Inspektoratet vil anskaffe den snarest mu-
ligt.“ Þ. e. Þar sem annað bindi af Salon Heines er kom-
ið út, verður að ætlast til þess, að eftirlitsnefndin útvegi
það hið allra fyrsta. Jónas er sýnilega bráðlátur, og það
þarf engan efa á því að hafa, að hann hafi lesið þessi rit
með mestu áfergju, og sum kvæðin úr þeim hafa orðið
honum harla minnistæð.
Greinin í Fjölni gefur í stuttu máli lýsingu á Heine,
sem engan veginn er ómerk, og á henni má gjörla sjá,
hvað þeim félögum þótti eftirtektarverðast í fari þessa
höfundar. Annars vegar var frelsishugur hans og frelsis-
þrá, hatur hans á hinu mygglaða afturhaldi og loftlausa
ófrelsi í smáríkjunum þýzku um það leyti. Þessi frelsis-
hugur heillar hina ungu hugsjónamenn og vormenn Is-
lands. Heine var gæddur eldsál, sem víst var til þess fall-
in að tendra eld í brjóstum þeirra, ef hann hefði ekki
verið þar fyrir. Að vísu hefur Fjölnismönnum án efa
verið ókunnugt um þá brotalöm, sem á Heine var, þegar
hann átti að lifa í samræmi við frelsishug sinn, hve oft
hann gerðist til að mjúklæta sig og beygja sig fyrir því,
sem hann fyrirleit, en forlög hans voru honum í senn grá-
lynd og miskunnsöm, því að þau létu fórnir hans eða svik
við sjálfan sig, eftir því hvernig virt er, koma svo til að
engu haldi, þau bægðu honum aftur á réttan veg, þ. e.
þann veg, sem var í samræmi við eðli hans: veg frelsis og