Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 38
32
Guðm. Finnbogason
Skírnir
góma, sem ræða þurfti ýtarlega, eða við fengum löngun
til að taka lagið eða fara í eina bröndótta.
Oft lékum við okkur í snjókasti, og var Siggi þar minn
versti andstæðingur, bæði langskeytur og beinskeytur.
Sigurður varð síðar skáldið góðkunna, kenndur við Arn-
arholt. Þóttist ég fljótt verða var listeðlis hans, þótt ungur
væri hann þá að árum. Hann var kátur, fjörugur og fynd-
inn, allglettinn á stundum, en óvenjulega viðkvæmur og
góðhjartaður á hinn bóginn. Ég var hrifinn af næmleik
sálar hans og af námsgáfum hans, sem mér þóttu feikna-
miklar í samanburði við mínar eigin. Mér fannst það ekki
heldur nema eðlilegt, því að ég hafði heyrt föður hans
minnzt sem sérstaks gáfumanns. En ekki er ólíklegt, að
næma eftirtekt sína og skarpan skilning, samfara hinu
öra tilfinningalífi, hafi hann erft frá ítalskri móður sinni.
Þessi dvöl mín á Stóra-Núpi er mér í fersku minni, en
gleggst man ég síðasta daginn, er ég dvaldi þar þá. Ég
sat við gluggann frammi á Háalofti og hafði lengi blaðað
í einhverjum skræðum. Frú Ólöf Briem sat á rúmi utar
og andspænis mér á loftinu og spann á rokk. Hún hafði
verið þögul allan tímann, sem ég hafði verið þar inni; en
allt í einu hóf hún að tala við mig, mjög alvarlega, um
framtíð mína á vegum listarinnar. Með mildum og skiln-
ingsríkum orðum hvatti hún mig til að halda áfram á
þeirri braut og láta ekkert aftra mér. Á meðan hún tal-
aði, hélt hún áfram að spinna og hafði ekki eitt augna-
blik augun af vinnu sinni, en það, sem hún sagði, gagntók
mig svo, að því get ég ekki lýst. Hvatning þessarar göf-
ugu konu var fyrsta hjálpin, sem mér var veitt á lista-
braut minni, og uppörvun sú og hughreysting, sem fólst
í orðum hennar, hjó bönd af veikum vængjum. Mér fannst
ég geta flogið. Ætíð og alls staðar áður hafði ég mætt
vantraustinu og mætti því margoft síðar og jafnvel mönn-
um, þó fáir séu, sem af ráðnum huga hafa eytt kröftum
sínum og tíma í það að torvelda mér gönguna á þessari
braut; en þá hefur mér verið dýrmætt að minnast frú