Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 238
226
Ritfregnir
Skírnir
Þýðingin er lipur og útgáfan öll hin smekklegasta, en það finnst
mér galli, að eigi skuli sjást, hvar né hvenær frumútgáfa bókar-
innar hefur birzt. Einnig hefði verið æskilegt í svo vandaðri út-
gáfu, að íslenzkum lesendum hefði verið gerð nokkur grein fyrir
höfundinum. Svb. Sigurjónsson.
í fám orðum.
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Skýjadans. Þrettán sögur.
Rv. 1943.
Ég hafði gaman af að lesa þessa bók, það er eitthvað í blæ
hennar, sem dregur lesanda að sér. Þetta er fyrsta sagnasafn höf-
undar, og ber það skáldgáfu hans órækt vitni og gefur fyrirheit
um meira, þegar fram í sækir.
Ungur var eg. Safn bernskuminninga. Rv. 1943.
I bók þessari hefur Arngrímur Kristjánsson skólastjóri safnað
stuttum frásögnum frá bernsku 16 manna og kvenna, sem öll eru
miðaldra eða komin á efri ár og kunna því að segja frá þeirri
menningu, sem nú færist með hverju árinu fjær. Er það einkum
tilgangurinn, að gefa æskulýð landsins með þessu svipmyndir úr
lífi feðra þeirra og mæðra og vinna þannig að því, að ekki slitni
tengsli, þó að tímarnir breytist. Tilgangurinn er ágætur og bókin
hefur tekizt prýðilega; þetta er í bezta lagi skemmtilegur lestur.
Neistar úr þúsund óra lifsbaráttu íslenzkrar alþýðu. Björn Sig-
fússon tók saman. Reykjavík 1944.
í bók þessari eru teknir upp héðan og handan að úr íslenzkum
bókmenntum stuttir kaflar og brot, sem lýsa lífi alþýðunnar og
baráttu, draumum hennar og hugsunum — og raunar ekki aðeins
alþýðunnar í þrengri merkingu, heldur mjög oft þjóðarinnar allr-
ar. Það má kalla, að þessi brot séu gerð að vígum og vopnfærum
hermönnum; stundum eru þættir sl-itnir úr sambandi, svo að efni
þeirra komi því skýrar fram, á öðrum stöðum eru fjársjóðir grafn-
ir upp úr rusli og gerðir arðbærir. Það má heita furðu gegna, hve
mikla innsýn þessi brot veita í efnið, og brotin ættu að geta orðið
mörgum manni Hungurvaka: bókin ætti að kveikja löngun eftir að
vita meira. Gott vitni ber hún hinum fádæma mikla fróðleik höf-
undarins í íslenzkum bókmenntum og sögu. Sumt kann í bókinni
að vera hvassara en ástæða er til, eins og málunum er nú komið,
og ætla ég höfundur muni mér ekki ósammála um það.
E. Ó. S.