Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 188
176
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
unarhætti leikmanna. Það sést oft eða heyrist, að forn-
sögurnar muni fyrst og fremst ritaðar í klaustrunum.
En það er óhætt að fullyrða, að slíkar bækur eru munkar
ekki vanir að rita. Bókmenntir annara landa á miðöldum,
þar sem munkar réðu lögum og lofum, eru allt öðru vísi.
Á íslandi eru líka til klerkarit og klaustrarit, bæði þýdd
og frumsamin, og þau eru ákaflega ólík íslendingasögum.
Hér við bætist, að nokkuð er kunnugt um bókaeign
klaustra hér forðum: aðeins ein og ein innlend, veraldleg
saga slæðist þar með, annars er allt kirkjulegt eða útlent.
Áreiðanlega er uppspretta íslenzkra fornsagna ekki í
klaustrunum. Hitt er annað mál, að vel gat einn og einn
maður notað sér næði klaustursins til að skrá það, sem
hann hafði numið annarstaðar, og vel gat klaustur á
ákveðnu tímabili tekið þátt í sagnarituninni — vegna
áhuga einstakra klausturbúa á henni og öðrum veraldleg-
um efnum.
Allt öðru máli gegnir um veraldarklerka. Þeir bjuggu
dreifðir meðal leikmanna um land allt. Þó að þeir næmu
á yngri árum latínu og kirkjuleg fræði, mátti það sín lítils
hjá innlendum hugsunarhætti og menntum, sem flestir
þeirra lifðu við frá barnsbeini og fram á örvasaaldur. Á
12. öld sýnast lifnaðarhættir þeirra hafa verið líkir og
leikmanna, þá voru prestar oft veraldlegir höfðingjar og
báru vopn; vopnaburður þeirra lagðist smám saman nið-
ur á fyrra hluta 13. aldar, en fram um miðja öldina kvænt-
ust þeir eins og leikmenn. Munurinn á leikmanni og ver-
aldarklerki hefur því ekki ævinlega verið mikill, einkum
ef um lítinn lærdóm var að ræða. En búast má við, að
hann hafi farið vaxandi heldur en minnkandi, þegar leið
á þjóðveldistímann.
Skriftarkunnáttan kom veraldarklerknum frá kirkjunni,
en ekki innblásturinn að skrifa rit eins og íslendingasög-
ur. Hann kom frá leikmönnum, frá innlendum hugsjón-
um, hugsunarhætti og fræðum, sem þróuðust af andlegu
lífi víkingaaldar og mótuðust af landsháttum og skipulagi