Skírnir - 01.01.1944, Blaðsíða 165
Skírnir
Sagan af Parmes Loðinbirni
153
og þótt hún væri ekki með öllu ókunn áður sem söguatriði,
eru henni fyrst hér gerð full skil, og eftirlíkingarnar sýna,
að ekki varð meira úr henni gert. Hún gengur eins og
afturganga gegnum þær allar, en venjulega aðeins sem
dauft endurskin af frummyndinni.
Það, sem Robinsonseftirlíkingarnar áttu vinsældir sín-
ar að þakka, var einkum tvennt. í fyrsta lagi, að þær
voru eftirlíkingar á Robinson Crusoe, þ. e. nutu fyrir-
myndar sinnar, og í öðru lagi, að þær tóku upp frásagnar-
hátt hennar, sem miðar að því að láta lesandann álíta, að
hér sé um sannsögulega viðburði að ræða, með því að
látið er í veðri vaka, að þetta sé ritað eftir frásögn sögu-
hetjunnar sjálfrar eða einhvers nákunnugs. Þetta kaup-
mannsbragð virðist hafa náð tilgangi sínum furðanlega
vel, því að sjá má ótvíræð merki þess, að almennt var álit-
ið, jafnvel af menntuðum mönnum, að hér væri um frá-
sagnir af sannsögulegum viðburðum að ræða.
Árið 1756 koma tvær af sögum þessum út á íslenzku,
þ. e. Sagan af Gustav Landkron og Sagan af Berthold,
báðar þýddar úr dönsku. Bertholdssagan kom út í Dan-
mörku árið 1740, en saga Gustavs var gefin þar út tvisvar
sinnum, fyrst árið 1743 og aftur árið 1757 eða árið eftir
að hún kemur út á íslenzku. Báðar þessar sögur tilheyra
Robinsonsbókmenntum, eins og áður hefur verið vikið að,
og Bertholdssaga þó í ríkara mæli, enda stendur á titil-
blaði hennar í dönsku útgáfunni, að Berthold þessi sé ná-
frændi Robinsons Crusoes. Saga Gustavs Landkrons er
blendnari á svip, þótt hún beri einnig glögg merki Robin-
sonssagna, og á það einkum við um síðari hlutann.
Nú er fróðlegt að athuga Parmesarsögu ofurlítið með
hliðsjón af því, sem sagt hefur verið um Robinsonssögur
almennt.
í fyrsta lagi virðist frásagnarháttur sögunnar sverja
sig í Robinsonsættina. Sagan fylgir Parmes alltaf fast á
hæla og yfirgefur hann aldrei til að sinna neinum öðrum,
og gefur það henni trúverðugri svip, sbr. það, sem áður
segir um Robinsonssögur. Að vísu er frásögnin ekki í