Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 12
8
Halldór Kiljan Laxness
Skirnir
hversdagslegir hlutir, sem mynda venjulegt mannlíf, ná
sjaldnast inngöngu í söguna, nema af einhvers konar til-
viljun eða jafnvel óaðgætni, — eins og til dæmis í Laxdælu,
þegar upp kemst að hin glæsta hetja Kjartan Ólafsson, jafn-
oki konunga, tekur til að annast mönnum hestaskipti, en
brynhildur sögunnar, Guðrún Ósvífursdóttir, er orðin spuna-
kona og þvottakona. Það lætur næstum eins og mismæli að
slíkur fróðleikur skuli hafa slæðzt inn í svo riddaralega bók.
Ekki þarf lengi að lesa í Fjallkirkjunni áður en það kemur
upp úr dúrnum að þar verða ekki sérstakar persónur fyrir
hittar sem beri verkið á herðum sér eða kalla megi burðar-
ása þess. Vitaskuld verður glögglega séð að sumar persónur
eru höfundinum hjartfólgnari en aðrar, af því þær eru full-
trúar þeirra manna úr veruleikanum sem honum eru ná-
komnastir, en af öðrum manngerðum stendur honum rót-
gróinn beygur, sem getur tekið á sig óvildarblæ, af því þær
eru honum að því skapi gagnstaðlegar sem þær eru honum
gerólíkar. En höfuðhetja er engin sköpt innan verksins sem
stjórni gangi þess og ráði spenningu þess. Hitt er einkum
undravert af hvílíkri alúð höfundurinn fjallar um hverja
smæstu persónu sem skýtur upp kolli innan sjónhrings sög-
unnar, og getur naumast persónu svo lítilfjörlega að hún sé
ekki þegar orðin mikilsvert söguefni, sem kallar á óskipta
athygli höfundarins, um leið og hún hirtist. Eins er um
atburði, hversu smáir og hversdagslegir þeir eru að almennu
mati: um leið og skáldið beinir að þeim ljósopi myndavélar
sinnar er hvert smáatvik orðið að mikilsverðum atburði og
allt annað gleymist á meðan. Átak höfundar virðist alltaf
jafnt. Hin listræna umsköpun atburðar, persónu eða myndar
gerist einlægt í sömu hæð. Aðvífandi maður sem búferla-
fólk mætir á förnum vegi, og gerir ekki annað en taka ofan
fyrir lestinni, er í samri svipan orðinn miðdepill sögunnar.
Telpubarn gerir ekki annað en hlaupa fyrir húshorn, því
bregður fyrir á hálfri blaðsíðu og það er dáið skömmu síðar,
en það öðlast fullgerða og ógleymanlega mynd innan verks-
ins, gerða af vandvirkni og alúð sem hvergi stendur að baki
þeim lýsingum sem eðlilegt væri að telja til meginþátta.