Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 15
Skírnir
Hugblær í Fjallkirkjunni
11
hins sérstæða andrúmslofts sem leikur um hverja einstaka
persónu bókarinnar er lýsing Siggu Mens þegar hún kemur
upp á loftskörina í sjúkravitjun. Drengurinn hefur meiðzt og
liggur rúmfastur, Sigga Mens er stúlka á bænum, óvenzluð
honum, og fullkomin aukapersóna eftir öllum lögum og
reglum í sögu. En blærinn á þessu ómerkilega atviki er einn
saman svo sterkur að til nægir að gera mynd stúlkunnar
ógleymanlega, lítið atvik er gætt kynngimagnaðri baksýn.
„Hið eina sem hún flutti mér var hin einkennilega malurt
sálar hennar,“ segir sagan, — og það er einmitt þessi mis-
munandi „einkennilega malurt“ sálna sem eykur þessari bók
fjölbreytileik. „Ég sá einu sinni“, segir þessi voðalega stúlka,
„gamlan mann, sem lá á floti í möðkum í rúmi sínu...
Sængurnar, koddinn, gólfið fyrir framan rúmið — allt var
einn skríðandi forógnadómur af maðki... Ef Skjóni hefði
drepið þig til fulls, hvað heldurðu að ég hefði gert svo þú
skyldir ekki liggja aleinn í svörtu kistunni þinni? Ég hefði
látið stóra viðbjóðslega þvala loðna köngurló ofaní hjá þér.“
Dæmi þess að ekki lýsing einber, ekki eintóm nákvæmni
frásagnar, skapar bók þessari ofurmagn lífs, er myndin af
nýja bænum í öðrum hreppi þangað sem sveinninn flyzt
ásamt fjölskyldu sinni. Hinu nýja umhverfi er ekki aðeins
lýst með þeim sérstaka bæjarbrag sem þar ríkir, og því fólki
sem þar er fyrir, heldur er staðnum einnig lénn blær og
svipur húsráðenda er þar höfðu áður ráðið fyrir og nú horfnir,
en lifa þó ýmist í verkum sínum eftirlátnum eða í lífspeki
vinnufólks síns og annarra áhangenda sem sumir hverjir lafa
enn við bæjarhúsin að húsbændum sínum liðnum; og ekki
hvað sízt í stækkuðum ljósmyndum sem hanga af þeim í
stofunni, og endurrísa óhugnanlegar í vitund drengsins lit-
aðar ímyndunarafli hans: Friðrik sálugi og María sáluga.
Þessi óbeina aðferð í persónusköpun þótti mér einn nýstár-
legastur hlutur þegar ég las þessa sérstæðu bók í fyrsta sinni,
og hún varð mér einna minnisstæðust þegar frá leið. Það er
ekki á meðfæri meðalskálda að skapa fólk á svo óbeinan og
gersamlega andlægan hátt þannig að lesandinn skynji með