Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 208
204
Tvö doktorsrit
Skírnir
bringu og Kjósarsýslu). Ekkjan, Guðrún Oddsdóttir, hlaut Jianu helming
Brattsholts, sem maður hennar hafði átt. Hún giftist í annað sinn Ara
Jónssyni frá Mosavogum í Fljótum. Þau skildu að borði og sæng sam-
kvæmt amtsleyfi 30. ágúst 1831, og var félagsbúi þeirra skipt 16. septem-
ber sama ár. Þá kom enn helmingur Brattsholts í hlut Guðrúnar. Þessi
sami jarðarpartur kom til skipta eftir son Guðrúnar, Sveinbjörn Egilsson
rektor, sem andaðist 17. ágúst 1852. Skiptagjörð eftir hann hófst 22.
september 1852, en skiptin voru leidd til lykta 13. október 1854 (skipta-
bók Beykjavíkur). Jarðarparturinn, sem var 7J4 hdr. að dýrleika, skiptist
þannig, að 4 hdr. komu í hlut ekkjunnar, Helgu Benediktsdóttur, en það,
sem þá var eftir, 3(4 hdr., skiptist í níu staði milli barnanna. Átta þeirra,
Egill, Þuríður Kúld, Guðrún Thorgrímsen, Kristín, Sigríður, Valborg,
Þorsteinn og Guðlaug, fengu 48 al. hvert, og það níunda, Benedikt Grön-
dal skáld, 36 al.
Helga Benediktsdóttir andaðist 6. ágúst 1855, og var skiptafundur eftir
hana haldinn 31. desember sama ár (skiptabók Beykjavíkur). Þeim fjórurn
hdr. í Brattsholti, sem hún hafði átt, var skipt milli sex barna hennar,
Egils, Þuríðar Kúld, Kristínar, Valborgar, Þorsteins og Guðlaugar, þannig,
að hvert þeirra hlaut 80 al.
Sá helmingur Brattsholts, sem Einar Brynjólfsson átti, varð að honum
látnum eign ekkju hans og síðari manns hennar, síra Gísla í Odda. Þessi
sami jarðarpartur kom til skipta eftir Sigriði dóttur þeirra 1860. Hann
skiptist milli dótturbarna Sigríðar, barna Páls Melsteðs sagnaritara,
Sigríðar, Páls og Önnu. Hlaut hvert þeirra 2 hdr. 60 al.
Ekki veit eg, hvort Þórður Pálsson hefur keypt Brattsholt af þeim, sem
erfðu það 1854, 1855 og 1860 eða einhverjum, sem keypt hafa af þeim.
Þó hef eg það eftir nánum afkomanda hans, að hann muni hafa keypt
jörðina í bútum.
Sá kafli úr sögu Brattsholts, sem eg hef nú rakið, er merkilegt dæmi
um breytingar á eignarhaldi jarða hér á landi síðustu aldirnar. Á 18. öld
kemst jörðin í eigu eins auðugasta jarðeiganda landsins. Við erfðir fellur
hún í marga búta. Síðan kemur að Brattsholti duglegur bóndi, sem kaupir
ábýlisjörð sína alla.
Þá skal eg minnast á jörðina Mið-Kökk, sem nú hefur verið skirð upp
og nefnd Svanavatn. Doktorsefni er ekki kunnugt um eigendur hennar
eftir Þorvarð Jónsson (d. 1878), þangað til 1901, er Gunnlaugur Ölafsson
í Reykjavik seldi hana Grími Grímssyni, sem síðar varð bóndi á jörðinni.
Mér hefur tekizt með aðstoð góðra manna, þar á meðal sýslumannsins
í Árnessýslu, að finna eiganda í millibilinu. Arnbjörn Þórarinsson
á Selfossi átti jörðina, þegar hann dó, en bæði hann og kona hans fórust
i jarðskjálfta 6. september 1896. Gunnlaugur Ólafsson, sem seldi jörðina
1901, var kvæntur Guðrúnu, dóttur þeirra, og hefur jörðin verið arfur
hennar.
Það er ljóst af því, sem eg hef nú rakið, að doktorsefni hefur hvergi