Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 66
62
Agnar Þórðarson
Skírnir
bækur eru oft skrifaðar af mikilli leikni, höfundar þeirra
„eiga svo létt um að skrifa“, að þeim er leikur einn að hespa
af 500 blaðsíðna bók á nokkrum mánuðum.
Þeir sjá allt með augum fréttamyndarinnar, og þeir eru
flugmælskir á venjuleg orðasambönd. En þá skortir oft gjör-
samlega listræna túlkun, lýsingar þeirra og hugleiðingar eru
grunnfærar — í einum straumlínustíl, og hraðinn og hávað-
inn, sem lesandinn ósjálfrátt skynjar, girðir fyrir alla íhug-
un, alla snertingu við hið eilífa og mannlega.
Það er þess vegna, sem leitandi höfundar í dag forðast
blaðamennskuna umfram alla hluti. Þeir lata sér ekki nægja
að lýsa ytra borðinu, jafnvel þó að þeir gætu lýst því af
skerpu og glöggskyggni, þeir vilja kafa dýpra, því að „heilinn
greinir skemmra en nemur taugin“.
Enda er nú heimsskoðun manna ólíkt flóknari en á upp-
gangstímum raunsæisstefnunnar, þegar þróunarkenning Dar-
wins var hinn gullni lykill að lifsgátunni.
Heimsmynd vísindanna í dag, þar sem hver frumeind er
eins konar smáútgáfa af sólkerfi, er nú flestum álíka aðgengi-
leg og útlistun guðfræðinganna á heilagri þrenningu.
Það er því engin tilviljun, að myrkur og torráðinn höfund-
ur eins og Franz Kafka, er lézt í Berlín fyrir þrjátíu árum,
skuli nú eftir stríð hafa komið endurvakinn fram til að benda
mönnum á nýjar leiðir við að túlka veruleikann.
Það er að visu engin ný bóla í bókmenntasögunni, að lík-
ingar séu notaðar. Allir kannast við För Gúllívers til Puta-
lands eða hið víðfræga rit Johns Bunyons frá sautjándu öld,
För pílagrímsins, er segir frá ferð Kristins úr þessum heimi
til hins ókunna, en persónurnar þar heita slíkum nöfnum
sem Fagnaðarboði, Guðhrædd, Forsjá, Trú, Dómari og Mál-
ugur, til þess að lesandinn geti fremur áttað sig á, hvert
höfundurinn stefni. Slíkt myndi vitanlega ekki koma vel
heim við listrænar kröfur nú á tímum.
Táknum var líka mikið beitt í ljóðagerð um aldamótin,
og hefur það haft víðtæk áhrif á nútímaljóðlist.
En þar eru táknin einstök, ekki óslitin og samfelld eins og
í lausu máli hjá Kafka.