Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 65
Skírnir
Hugleiðingar um skáldsagnagerð
61
Kynslóð kalda stríðsins hefur tamið sér tómlæti og æðru-
leysi, og hún litast um og bíður aðeins, —- biður þess, að rofi
til eða atómsprengjurnar falli og sá verði lokaþáttur í til-
raunum um manninn.
Miklir umbrotatímar hafa að vísu oft áður skapað miklar
bókmenntir, svo sem Sturlungaöld er okkur nærtækt dæmi
um. En þá gnæfði einstaklingurinn upp úr, og hver einn
gat látið nokkuð til sín taka. Menn hösluðu sér völl og börð-
ust á vígvöllum, en nú á tímum er slík bardagaaðferð orðin
úrelt.
Óbreyttir borgarar eru í fremstu víglínu, og milljónaborg-
um er eytt í einni næturárás.
Einstaklingurinn er ekki annað en sandkorn á strönd, þar
sem brimskaflinn æðir.
Þetta umkomu- og úrræðaleysi einstaklingsins er eitt af
því, sem gleggst kemur fram í verkum ýmissa nútímahöfunda,
svo sem í Barrabas eftir Pár Lagerkvist eða í Gestinum eftir
Albert Camus, svo að tvö dæmi séu nefnd.
Jafnframt eru þó önnur skáld, sem hafa tileinkað sér skoð-
un til úrlausnar á vandamálum þjóðfélagsins og líta allt í
ljósi stéttabaráttunnar. Kreppan mikla, sem skall á á þriðja
tug aldarinnar, magnaði þjóðfélagsádeiluna hjá sumum skáld-
um, og hún varð markviss og nöpur.
En margar þessar skáldsögur urðu þó furðufljótt næsta
fábrotnar og hjökkuðu eins og í gömlu fari. Meira að segja svo
ágæt bók sem Þrúgur reiiSinnar eftir John Steinbeck er varla
lesin lengur.
Hér veldur mestu um, að þessar sögur eru skrifaðar eftir
forskrift, þar sem allt er fyrir fram mótað, —• og svo hitt, að
blaðamennskan skýtur um of upp kollinum og gefur skáld-
skapnum ekkert svigrúm. Skáldunum tekst ekki að tengja
vandamál líðandi stundar á nógu víðtækan og varanlegan
hátt við mannlega reynslu í verkum sínum, svo að bækur
þeirra verða oft og tíðum jafnendingarlitlar og greinar í dag-
blöðum, jafnvel þó að þær séu í sjálfu sér ágætar.
I raun og veru mætti tala um blaðamennskuskáldsögur til
aðgreiningar frá skáldsögunni i sinni sönnustu mynd. Slíkar