Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 151
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
147
áfanga var náð, sem hér hefur verið numið staðar við, var
}iað ekki lengur orðin vísindaleg nauðsyn, heldur nánast „vís-
indalegt sport“, að láta sér takast að rækta frá mannasulli
bandorm, sem enginn gat lengur efazt um, að yrði ígulband-
ormur. Af tilrauninni, þó að takast kynni, væntu menn sér
engrar breytingar á þekkingu sinni og skilningi á eðli sulla-
veiki og orsökum hennar; sú gáta var þegar að fullu ráðin.
III.
Jón Constant Finsen (1826—1885) var sonur Ólafs yfir-
dómara í Reykjavík Hannessonar Skálholtsbiskups Finnssonar
og dóttur dansks kaupmanns í Reykjavík. Jón Finsen missti
föður sinn i æsku, en ólst upp hér á landi, nam hér skóla-
lærdóm og lauk stúdentsprófi 1848. Innritaðist sama ár í
Kaupmannahafnarháskóla og lauk þaðan læknaprófi vorið
1855. Síðan starfaði hann á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn
um eins árs skeið, unz hann var á næsta vori skipaður héraðs-
læknir í austurhéraði norðuramtsins. Kom hann til landsins
þá um sumarið, tók við embætti sínu 13. júní 1856 og settist
að á Akureyri, þar sem hann sat alla embættistíð sína hér
á landi, þ. e. um 10 ára skeið {21: 163). Á uppvaxtarárum
sínum í Reykjavík og í Görðum á Álftanesi hefur Jón Finsen
vafalaust haft meira eða minna veður af „lifrarveiki“ lands-
manna, og tæplega hefur hann komizt hjá að sjá sollnar
kindur á blóðvelli, ef ekki einnig bandorma lafandi aftur úr
hundum. Á háskólaárum sínum hefur hann hlotið að leggja
eyru við bollaleggingum lækna um sullaveiki í mönnum og
búfénaði með sérstöku tilliti til hinnar tíðu sullaveiki í föður-
landi hans, en hún var, eins og vér höfum séð, mjög á baugi,
alla tíð siðan Schleisner hafði flutt uggvænlegar fréttir af
henni út úr landinu. Sullaveika sjúklinga kann aðeins að
hafa borið fyrir augu Jóns Finsens í Kaupmannahöfn og
jafnvel ferska sulli úr þeim, en ekki er það vist; minnis-
stæður er honum sullur, er fannst í merkum Hafnar-Islend-
ingi látnum, 1851, er hann var krufinn á líkskurðarstofu
(£:21), og vafalaust hefur hann átt þess kost að sjá sulla-
sýnishorn í söfmmi. Um hitt má miklu fremur efast, að hann