Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 50
46
G. Turville-Petre
Skírnir
af sexkvæðum vísuorðum, sem enda alltaf á réttum tví-
lið alveg eins og vísuorð dróttkvæða háttarins, t. d.:
An clog sin ro/ghonais
notchurfi-si ar / cráobhaibh
gurbat aon re / henaibh,
an clog náomh re / náomhaibh.12
En til er mikilvægari mismunur á írsku og norrænu hátt-
unum. Ég hefi þegar getið þess, að í írskum kvæðum breytist
tala áherzluatkvæða frá vísuorði til vísuorðs, en staða síðasta
áherzluatkvæðis er fastákveðin og háð tilteknum reglum.
Dæmi, sem þegar eru tilfærð, munu gera þetta ljóst, og þau
munu líka gera ljóst, að hljóðfallið er fólgið í formi línuloka,
sem endurtekur sig með tilteknu millibili. En sagt er, að í
vísuorðum dróttkvæðaskálda sé tala áherzluatkvæða óbreytan-
leg, alveg eins og tala atkvæða og form línuloka. f hinum
algengasta hætti, dróttkvæðum hætti, eru áherzlurnar þrjár
í hverju vísuorði; í sumum háttum eru þær tvær, en í öðr-
um fjórar.
Ekki er því að neita, að í langflestum dróttkvæðum
er tala áherzluatkvæða eins í hverju vísuorði, en ég er ekki
viss um, að svo sé alltaf. Af þeim ástæðum hefi ég stundum
verið í vafa um, hvernig eigi að lesa vísuorð, sérstaklega þau
sem kveðin eru undir hættinum haSarlagi. Fleiri bragfræð-
ingar hafa lent í þessum vandræðum, en hafa dregið mis-
munandi ályktanir. Sumir hafa haldið því fram, að haðar-
lag sé afbrigði af málahœtti, en ef svo er, hafa vísuorð þess
tvær aðaláherzlur. Aftur á móti halda sumir, að ha&arlag sé
afbrigði af dróttkvæðum hætti, en ef svo er, munu vísuorð
þess bera þrjár aðaláherzlur.13) En eftir því sem ég fæ bezt
séð, bera sum vísuorð í haðarlagi þrjár aðaláherzlur, en sum
þeirra aðeins tvær. En atkvæðafjöldinn er fastur, og form
línuloka er óbreytanlegt. Ég tilfæri eftirfarandi dæmi úr
kvæðinu Hrafnsmálum, sem Þormóður Trefilsson orti um
Snorra goða:
Saddi svangreddir
sára dynbýru