Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 183
Skírnir Islenzk áhrif í Póllandi í þúsund ár 179
safninu í Varsjá og virðist hafa verið fyrirmynd nokkurra
annarra landabréfa af íslandi á 15. og 16. öld.
Vel má til gamans geta hinnar pólsku þjóðsagnahetju Jó-
hanns aðmíráls frá Köln. Er sagt, að hann hafi verið í þjón-
ustu Kristjáns II. Danakonungs og komið til íslands í könn-
unarferð þeirri, sem bar hann 1476 til Labradorstranda. Þjóð-
saga þessi, sem til varð vegna villu í bók eftir fræðimanninn
Georg Horn, var tekin trúanleg af hinum mikla pólska sagn-
fræðingi Jóakim Lelewel (1786—1861) í hinum merku ritum
hans um þróun landafræði og kortagerðar á miðöldum, en
hann hafði sérstakan áhuga á könnun heimskautasvæða. Rýni
siðari tíma gerði þó æ minna úr sannleiksgildi þjóðsögu þess-
arar, þar til dr. Stanislaus Bodniak kvað hana niður fyrir
15 árum. Þannig brast einn hinna fáu hlekkja, sem tengja
íslenzka sögu og pólska.
Á 16. öld, gullöld pólskrar menningar, dró útþensla pólsk-
litavíska ríkisins að Eystrasalti og deilur þess við Svíþjóð
athygli pólskra sagn- og landfræðinga að Norðurlöndum.
Mateus Stryjkowski og Gwagnin notuðu sér meðal annars rit
Olai Magni „Historia de gentibus septentrionalibus“ (1562),
er þeir unnu að landfræði og sögu Litavíu og Rússlands. Rit
hins fræga landfræðings og kortagerðarmanns, Abrahams
Ortellii, sem var einn þeirra vísindamanna, er rituðu um
ísland, voru vel kunn í Póllandi. Þessi áhugi fræðimanna
beindist þó fyrst og fremst að löndunum við Eystrasalt, en
Islands var sjaldan og að litlu getið.
Það er ekki fyrr en í byrjun 17. aldar, að fyllri og merk-
ari vitneskja um Island kom fram i pólskum bókmenntum.
Maður er nefndur Páll frá Lenczyca, munkur af reglu heilags
Franciskusar. Sat hann í fangelsi run tima og stytti sér þá
stundir við að þýða á pólska tungu hið fræga rit ítalans
Jóhanns Botero „Relazioni Universali“ (1593), sem var höfuð-
rit um stjórnlandafræði fram á 18. öld. Er Páll hafði verið
laus látinn, jók hann enn þýðingu sína og gaf út í Krakow
1613. Sem kunnugt er, andar heldur köldu í garð Islands í
þessu riti Jóhanns Boteros. Að vísu dáist hann að íslenzkri