Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 162
158
Vilmundur Jónsson
Skírnir
(b)). 1 engar grafgötur þarf að fara um, að sá var einnig
skilningur Krabbe sjálfs á niðurstöðum vísindanna um orsök
sullaveiki, þegar hér var komið sögu. 1 yfirlitsritgerð um
sullaveiki almennt, svo og sullaveiki á fslandi sérstaklega,
sem hann birti 1862, ári áður en hann fór rannsóknarför
sína til íslands, ræðir hann jafnafdráttarlaust um igulband-
orm í hundum sem hina einu og ótvíræðu orsök sullaveiki,
svo á íslandi sem annars staðar, og vér gerum í dag (16: 227,
258). f annarri ritgerð, er hann birti 1864, ári eftir rann-
sóknarförina, tekur hann beinum orðum af skarið um þetta,
minnist þess, að Leuckart hafi árið 1862 kveðið niður
kenningu Kiichenmeisters um tvær tegundir igulsulla og
segir síðan: „Der var saaledes ikke nogen Grund til at be-
tvivle, at Menneskets Echinococcus hörte til samme Art som
Huusdyrenes, og at den ligesom disses udviklede sig til Taenia
Echinococcus hos Hunden og altsaa ogsaa havde sin Oprin-
delse fra disses Æg“ (77:8). f innyflaormaritgerð sinni, er
hann birti ári síðar, áréttir Krabbe þetta enn með svipuðum
orðum sömu merkingar (18: 47).
Því fer þó fjarri, að umræddar sullaveikisrannsóknir Krabbe,
undirbúningsrannsóknir hans í Danmörku og rannsóknarför-
in til íslands, hafi verið fánýti eitt og forsending. Þó að sú
gáta væri ráðin, hver væri hin beina orsök sullaveiki, hvers
einstaks tilfellis, var full nauðsyn á að staðreyna það, sem
áður hafði aðeins verið ráðið af líkum, hverjar orsakir væru
til hinnar óheyrilegu útbreiðslu sullaveiki á íslandi. Þær stað-
reyndir urðu að verða óumdeilanlegur grundvöllur raunhæfra
varnaraðgerða gegn veikinni. Krabbe var ekki gerður út af
stjórnarvöldunum til fslands í því skyni að grafast fyrir um
orsök sullaveiki, heldur „for at lære den der herskende Hyda-
tidesygdom nöiere at kjende, og derefter at foreslaa de hen-
sigtsmæssigste Foranstaltninger til dens Forebyggelse“ (14a:
538, b: 632—633). Ber að líkja þessu við það, er menn nú
á tímum gera út rannsóknarleiðangra þangað, sem berkla-
veiki er ískyggilega útbreidd, í því skyni að marka stefnuna
um virkar aðgerðir til berklavarna. Þessar staðreyndir varð-
andi útbreiðslu sullaveiki leiddi Krabbe í ljós með því að