Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 41
Skirnir
Um dróttkvæði og írskan kveðskap
37
Noregskonungatali, þar sem ættir norskra og sænskra höfð-
ingja eru raktar. Athyglisvert er, að þar sem norrænu skáldin
byrja á Óðni eða elztu forfeðrunum og rekja ættina til höfð-
ingja, sem enn er á lífi, byrja írsku skáldin á lifandi höfð-
ingjum og rekja ættina aftur, eins og gert er í Biskupaœttunum
íslenzku.
frskum kvæðum af þessu tæi má oftast skipa í vísur eða
erindi, og er hvert erindi samsett af fjórum vísuorðum. f
mörgum kvæðum hefir hvert vísuorð tvö ris, eins og tíðkaðist
í forngermönsktnn kveðskap. En í sumum af þeim kvæðum,
sem Meyer tilfærir, hafa vísuorðin þrjú ris, og sum þeirra
hafa tvö og þrjú til skiptis:
/ Dind / Rig,
/ ruad / túaim / tenbai,
/ tricha / fuirech
fo / brön / bebsait.
Vísuorð í írsku kvæðunum eru oft bundin tvö og tvö sam-
an og heita þá „löng vísuorð“ (á þýzku Langzeile). Stuðlarnir,
sem binda eitt vísuorð saman við annað, eru stimdum „óveru-
legir“, þ. e. a. s. þeir falla á eina áherzlusamstöfu og á eina
áherzlulausa, eins og í dæminu:
/ tricha / fuirech
fo / brön / bebsait.
Löng vísuorð eru oftast bimdin saman með lokarími, en í
sumum dæmum, sem ég hefi þegar tilfært, er ekkert lokarím,
og þetta er líklega elzta formið. í Leinster-bókinni, sem skráð
var á tólftu öld, er sagt, að Ross Ruad, konungur Leinster-
manna, hafi verið fyrstur til að nota lokarím. Þetta getur
tæplega verið rétt, því að Ross Ruad mun hafa verið uppi á
annarri öld eftir Krists burð, en samt sýnir þessi fullyrðing,
að miðaldabragfræðingar íra hafa vitað, að lokarím var ný-
breytni í írskum kveðskap.
Það virðist líka hafa verið nýbreytni hjá Irum að skipa
vísuorðum í erindi. R. Thurneysen3) hefir bent á ýmis gömul