Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 221
Skírnir
íslenzk orðtök
217
sjálfur“. Dæmi til stuðnings því nefnir hann úr Alþb. 1640, en hér má
líka nefna dæmi úr Skíðarímu (115. v.):
„Hvað skal eg leggja í lófann á þér,
þú leyfir mér mey svó fína.“
í myndhverfri merkingu er orðtakið í Geðraunum III, 13:
„Ef þú, tiggi, treystir mér
,tjörgju‘ þing að halda,
þá er sem lagt sé í lófa mér
lönd og skorða spjalda".
Bls. 289, nr. 506 „Taka í lurginn á e-m“. Rithættinum í Áns sögu
(. . lyrg . .) er varla að treysta; í fornum handritum er v (=u) og y
oft ruglað saman.
Bls. 291, nr. 511 „Kenna mark sitt á“. Síðasta dæmið er í óeiginlegri
merkingu.
Bls. 302, nr. 556 „Falla fyrir ofurborð". Mundi ekki þetta orðtak ein-
faldlega vera dregið af danska orðasambandinu „falde overbord“ eða til-
svarandi lágþýzku (eða forn- eða mið-ensku, eins og höf. skaut fram í
vörn sinni)? Eftir að over hafði orðið að ofur á íslenzku, var eðlilegt, að
menn skinnuðu orðtakið upp með þvi að setja inn nýja forsetningu.
Bls. 308—09, nr. 573: „Við ramman er reip að draga“. Orðtakið er líka
hjá Pétri Lála og hefur verið samnorrænt. Singer (Sprichwörter des
Mittelalters I, 161) nefnir dæmi þess frá Norður-Þýzkalandi, og má
vera, að það sé þangað komið frá Norðurlöndum. Annars er siðurinn
alþekktur víða og er nefndur í miðaldaritum „funem trahere, funem
ducere". Tertúllían kirkjufaðir segir: „Nolo contentioso fune ducere".
Bls. 313, nr. 592 „Láta e-ð liggja i salti“. „Sök liggr í salti, ef sœkjendr
duga“ nefnir höf. úr norskum texta. Að sá orðskviður var kunnur á 18.
öld, má sjá á því, að hann kemur fyrir í Ölafs sögu Þórhallasonar eftir
Eirík Laxdal.
Bls. 321, nr. 614 „Færa sig upp á skaftið“. Þrátt fyrir það, að svo
margir ágætir menn eru samméla um hið gagnstæða, kemur þetta orðtak
mér svo fyrir sjónir, að hér séu tveir menn að togast á um vopn eða
skeft verkfæri, og vinnur annar á og færir hendur sinar upp eftir skaft-
inu að höndum hins, og horfir til þess, að hann nái vopninu (eða verk-
færinu) af honum að lokum.
Bls. 339—340, nr. 659 „Nú þykir mér skörin vera farin að færa sig
(færast) upp í bekkinn". Höf. segir: „1 fljótu bragði virðist orðtakið fela
í sér ómöguleika" — og held ég það sé réttur skilningur, þó að höf.
komist siðar á aðra skoðun.
Bls. 340, nr. 660 „Gera skör sina eftir e-m“. Ég fæ ekki séð, að önnur
skýring sé eðlilegri en sú, að skör sé „hár“ — og er það alkunn merking.
Sbr. orðskviðinn: „Ekki geri ég skör mína eftir skarntíkum" (F. J.).
Bls. 343, nr. 669 „Draga slóða“. Magnús Ólafsson (Spec. Lex. Run.
120) vísar til staðarins í Bandamanna sögu og segir: „Slöde, m. g. Rheda