Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 29
Skírnir
Orðanefnd Verkfræðingafélagsins
25
burðar á ýmis vandamál, sem frændþjóðir okkar á Norður-
löndum eigi við að glíma i málfarsefnum. Fyrirlestur þessi
birtist í Lesbók Morgunblaðsins 5. september 1926, bls. 1—5.
f upphafi minnist Nordal á deiluna. Þar segir svo:
Fyrir rúmu ári var háð í dagblöðum Reykjavikur rit-
deila, sem almenna athygli vakti. — Hún spannst út af
erlendum orðum í máli sjómanna: hvort tækilegt væri eða
jafnvel æskilegt að íslenzka þau. En þegar bæjarbúar
fóru að ræða málið sín á millum, bar fleira á góma. Þá
var spjallað um upptöku erlendra orða í tunguna yfirleitt,
hvers virði hreinleiki málsins væri, um nýyrðasmíð o. s.
frv. f þessum lunræðum virtist mér meiri hlutinn vera
á bandi þeirra, sem vörðu erlendu orðin og fannst ís-
lenzkan ekki vera of hvít til þess að taka við fáeinum
slettum af hinni miklu bifreið nútíðar-menningarinnar.
Vandlætingin fyrir málsins hönd væri að miklu leyti
hótfyndni lærðra manna, einkum málfræðinga, sem vildu
„gera sig merkilega“ og prakka óhæfum nýyrðum og
úreltu torfi upp á almenning. Málfrelsið er flestum mikils
virði. Og nú fannst mörgum manni það ekkert málfrelsi,
ef hann mætti ekki láta út úr sér það, sem hann vildi,
á því máli, sem honum þókknaðist.
Ég stóð hjá þessari deilu, þó að hún kæmi mér dálítið
við, enda var ég á förinn utan. En hún varð til þess, að
ég veitti skyldum deilumálum annars staðar á Norður-
löndum meiri athygli en ég annars hefði gert, og ýmsar
hugleiðingar spunnust út af því. Á nokkur atriði úr þeim
ætla ég að drepa hér.
Þá ber þess að geta, að gárungarnir reyndu að gera sér
mat úr deilunni. Þannig er til dæmis að henni vikið í SpegL-
inum, 1. tölubl., 1. árg., bls. 4, og í skopleik, sem gefinn var
út í Reykjavík 1926, er ein vísa í skopkvæði helguð þessu
efni. Vísan er þannig:
Hann Sveinbjörn liggur ekki í leti og ómennsku,
og leiðarvísi gaf hann út í sjómennsku.
En þá fékk doktor Guðmundur af gremju nervasjokk,
er gat að líta „pikkfali“ og „stuðtalíublokk“.