Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 171
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
167
1896, með öllu óþekktur og er engan veginn fullkunnur enn
í dag, með því að ekki er vitað, hvar lirfa hans, þráðmjór
ormur, venjulega 1—2 sm, en getur orðið allt að 35 sm
langur (tetrahyridium bailleti), á sér kjörvist, en villzt getirr
hún í ýmis hryggdýr, þar á meðal í hunda og ketti, nema
svo sé, að hún þurfi margra vista við, unz hún nær að þrosk-
ast sem bandormur {26: 415—416; 33: 331—332). Hinn 10.
og 11. ágúst var lamb matað á ígulbandormum þeim, sem i
hvolpinum fundust, og þegar því svo var lógað seint i nóv-
ember, fundust í lifur þess og lungum dreifðir ígulsullir, hver
þeirra á vöxt við títuprjónshaus. Krabbe telur það réttilega
galla á framkvæmd þessarar tilraunar, að ekki var litið eftir
bandormshausum í sullum þeim, sem hvolparnir voru mat-
aðir á, en fatast nú heldur en ekki rökvísin, þar sem haim
telur, og á þá bæði við þessa tilraun og hina upphaflegu til-
raun Jóns Finsens (1), „dog rimehgt, at der maa have været
Hoveder, thi hos Hundene fandtes T. Echinococcus“(!) {18:
50), og eru nú auk þess allar efasemdir horfnar um það, að
ígulbandormsliðurinn í sýnishornaglasi Jóns Finsens hafi ver-
ið úr tilraunahvolpinum kominn. Þegar Krabbe hefur á þenna
hátt bætt um gallann, er hann taldi á framkvæmd þeirrar
tilraunar, sem hér um ræðir (4), gerist hann svo ánægður
með hana, að hann telur, að hún „vilde vistnok have været
tilstrækkelig overbevisende, hvis den havde været foretaget
et andet sted end paa Island; men ved den lette Leiglighed,
Hundene der have til at paadrage sig T. Echinococcus, maa
man være strengere i sine Fordringer með Hensyn til For-
sögets Paalidelighed“ (18: 50). Svo mikið hafði honum skilizt.
Að fjallarefsbandormunum, sem í hvolpinum fundust, eyðir
Krabbe ekki orðum í þessu sambandi, eflaust með sömu rök
í huga, sem hann tefldi fram gegn bandormi þeim, sem Jóni
Finsen varð svo hált á.
5) Hinn 12. ágúst 1863 rannsakaði Krabbe á Akureyri
tveggja mánaða hvolp, sem Jón Finsen „hele Tiden havde
holdt ved Huset“ {18: 49), hvað sem það kann að merkja i
þéttbýli og örtröð Akureyrar. Um miðjan júlí hafði Jón Fin-