Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 246
II
Skýrslur og reikningar
Skímir
2. Forseti skýrði þyí næst frá stjórnarkjöri. Kjörfundur hafði verið
haldinn 14. maí 1954 í héskólanum, kl. 4 siðdegis, og þá talin framkomin
atkvæði. Forseti var kjörinn til næstu 2 ára Matthías Þórðarson, með 214
atkvæðum, og varaforseti Einar Ól. Sveinsson, með 210 atkvæðum. Fulltrúar
til næstu 6 ára voru þeir kosnir, Þorsteinn Þorsteinsson, með 185 atkvæð-
um, og Þorkell Jóhannesson, með 205 atkvæðum.
3. Þá las gjaldkeri upp ársreikning og efnahagsreikning félagsins. Voru
þeir endurskoðaðir af endurskoðendunum og vottaðir réttir. Reikningarnir
voru síðan bornir undir atkvæði fundarmanna og samþykktir með öllum
greiddum atkvæðum.
Enn fremur las gjaldkeri upp reikning yfir sjóð Margrethe Lehmann-
Filhé’s og reikning Afmælissjóðs félagsins. Höfðu þeir einnig verið endur-
skoðaðir og vottaðir réttir af endurskoðendum, og voru samþykktir af'
fundarmönnum öllum.
4. Þá voru endurkosnir endurskoðendur félagsins, ]>eir Jón Ásbjörnsson,
hæstaréttardómari, og Brynjólfur Stefánsson, framkvæmdastjóri.
5. Forseti skýrði því næst frá störfum félagsins á hinu umliðna ári.
Sakir mikils annríkis hafði enn tafizt nokkuð prentun ársbókanna og út-
sending til félagsmanna. Gefið hafði verið út 1. hefti I. bindis 2. flokks
af Safni til sögu Islands, fyrri hluti ritgerðar eftir dr. Einar Arnórsson
um Gottskálk biskup og Jón Sigmundsson og 2. hefti Prestatalsins. Enn
fremur Skírnir, 127. árg., og 2. hefti XVI. bindis af Fornbréfasafninu.
Þá gat forseti þess, að á yfirstandandi ári yrði gefið út 2. hefti I. bindis 2.
flokks af Safni til sögu Islands, 3. hefti Prestatalsins, Skírnir og 3. hefti af
XVI. bindi Fornbréfasafnsins.
Á næsta ári yrði reynt að halda áfram útgáfu annólanna og Safni, auk
Skírnis og Fornbréfasafnsins.
Til máls tóku á eftir Snæbjörn Jónsson, er vildi leggja Skírni niður, ef
ekki tækist að endurbæta hann, og próf. Einar Ól. Sveinsson, er andmælti
honum.
Urðu nokkrar umræður um útgáfu Skírnis.
6. Þá voru kjörnir samkvæmt einróma tillögu forseta og fulltrúaróðs
2 heiðursfélagar, þeir prófessor, dr. phil. Felix Genzmer, Túbingen, og
prófessor, dr. phil. Albert Morey Sturtevant, Lawrence.
7. Síðan var fundargjörð lesin upp og samþykkt, og að svo búnu var
fundinum slitið.
Pétur SigurSsson.
Alexander Jóhannesson.