Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 233
Skírnir
Ritfregnir
229
þeirra sem til greina koma verða ekki tímasettar með neinni nákvæmni.
öruggustu rökin finnur E. Ö. S. i áhrifum frá Járnsíðu, og verður niður-
staða hans sú að ólíklegt sé að byrjað hafi verið á vertínu löngu fyrir 1280.
Næstu kaflarnir tveir snúast um staðfræði sögunnar og leitina að höf-
undi, og er hið fyrra nátengt hinu síðara eins og auðskilið er. E. Ó. S.
hefur áður (í doktorsriti sinu) ritað um staðfræði Njálu, en síðan hafa
ýmsir aðrir lagt þar orð í belg, einna ákveðnast þó Barði Guðmundsson,
en athuganir hans voru þéttur í röksemdafærslu fyrir þvi að Þorvarður
Þórarinsson hefði samið Njálu. E. Ö. S. tekur á þessu vandamáli af mikilli
varfærni og forðast ákveðnar fullyrðingar. Helzt virðist hann þó hallast
að því að höfundar muni að leita í Vestur-Skaftafellssýslu, og hann vill
ekki fallast á þá skoðun Barða að ráða megi ritunarstað sögunnar af ein-
kennilegri notkun óttatéknana í henni; en af þeim rökum og staðfræði
sögunnar dró Barði Guðmundsson þó ólyktim að sagan væri skrifuð af
manni sem hefði vaxið upp í Múlaþingi, en færð í letur í Árnesþingi.
Eins ber þeim Barða og E. Ó. S. ekki saman um hvernig túlka beri stað-
þekkingu Njáluhöfundar í Rangárþingi, Barði telur hana bera vott um
sérstakan kunnugleika á Keldum, en E. Ó. S. leggur hins vegar óherzlu á
að höfundur sé aðeins sæmilega kunnugur á alþingisleiðinni um Rangár-
þing, en staðvillur séu tíðar þegar út af henni komi, og verður því ekki
á móti mælt. Ég ætla mér ekki að gerast dómari í þessu efni, en vildi
aðeins skjóta fram þeirri spurningu hvort ekki geti gegnt svipuðu máli
um staðfræði höfundar og tímatal hans, þ. e. að höfundur hafi ekki haft
nema takmarkaðan áhuga á staðfræðilegri nákvæmni, heldur setji við-
burðina á svið eins og bezt hentar atburðarásinni hverju sinni, og víli
þá ekki fyrir sér t. d. að láta persónur sínar fara skjótar yfir en líklegt
er eða undarlegar krókaleiðir, ef því er að skipta. Augljóst dæmi um þetta
virðist mér vera í 79. kap., ferðalag þeirra Skarphéðins og Högna. Þar
heimtar stigandi frásagnarinnar að þeir félagar hafi drepið tvo menn á
hvorum staðnum, í Odda og undir Þríhyrningi, áður en þeir koma að
Hofi á fund Marðar, og höfundur gerir sér enga rellu út af því að leið
þeirra verður með ólíkindum krókótt og timi til ferðarinnar i naumasta
lagi. Þetta þarf alls ekki að benda á neinn ókunnugleik um staðhætti eða
afstöðu bæja, heldur einfaldlega á drottinvald höfundar yfir efni sínu.
Mér er til efs að enn séu öll kurl til grafar komin um staðfræði Njálu,
og væri ef til vill ekki með öllu gagnslaust að þetta sjónarmið væri haft
í huga við frekari rannsóknir á þessu efni.
E. Ó. S. ræðir nokkuð kenningu Barða Guðmundssonar um að Þorvarður
Þórarinsson sé höfundur Njálu, þó án þess að fara út í einstök atriði, enda
hefur Barði enn ekki sett þessa skoðun sina fram í því heildarformi sem
þörf væri á. E. Ó. S. dregur fram þrjár meginmótbárur: 1) Þorvarður
Þórarinsson hlýtur að hafa verið vel kunnugur í Rangárþingi, svo að
óliklegt er að hann hefði gert sig sekan í staðvillum Njáluhöfundar. 2)
Staðþekking Njáluhöfundar í Noregi er mjög af skornum skammti, en