Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 187
Skírnir íslenzk áhrif í Póllandi í þúsund ár 183
ingarleg afturför settu svip sinn á. Helzt má finna alls konar
furðusögur, sem kitla nýjungagirni fólks. Gott dæmi er doðr-
antinn „Heimurinn í öllum sínum stærri & minni hlutum“
eftir prestinn Vladislav Lubienski, síðar erkibiskup í Lwów,
útg. af Jesúíta-akademíinu í Wroctaw (Breslau) 1740. Höf-
undur hælir sér af djúpri og víðtækri þekkingu á landafræði,
en heimildir hans eru þó einkum frá 16. og 17. öld og oft
slælega notaðar og rangfærðar, einkum ef dæma má eftir
rangfærðum staðaheitum íslenzkum. Hann fullyrðir meðal
annars, að á íslandi séu stórskógar með gnægð veiðidýra.
Annars er þar einkum að finna sömu furðusögur um íslenzka
náttúru sem í öðrum slíkum ritum. Lágt er mat hans á ís-
lendingum: „Að vísu teljast þeir til hinnar lúthersku kirkju-
deildar, en samt er hjáguðadýrkendur að finna meðal þeirra.“
Hann nefnir aðeins eina dygð þeirra: „Menn á ey þessari
eru hærri vexti Norðmönnum, en sterklegri miklu, eru sumir
svo styrkir, að þeir hefja bjórtunnur og vínámur jafnt höfði
sínu og drekka af sem flösku.“ Á „saxneska tímabilinu", er
höfuðmáttur var ei svo mjög mældur í hugarstyrk sem mót-
stöðuafli gegn sterkum drykkjum, hefur styrkleiki þessi án efa
aflað Islandi virðingar fyrirmanna.
Endurvakning pólskrar menningar á síðari hluta 18. aldar
olli engri breytingu í þessu efni. Landfræðikennsla gerðist
nú vísindalegri og raunhæfari, og minna var skeytt um kynja-
sögur en áður, og varð afleiðing þess sú, að Island varð enn
afskiptara í kennslubókum. Á þessu varð gagnger breyting
í upphafi 19. aldar. Einræðisríkin þrjú, sem lágu að Póllandi,
litu óhýru auga hina þjóðfélagslegu og menningarlegu vakn-
ingu vegna frjálslyndra hugmynda, er sigldu í kjölfar henn-
ar. Þessi vakning var rödd þjóðarinnar, sló neista nýs líís
í myrkri fáfræðinnar. Áhugi manna beindist og að Islandi,
einkum til þess stórfenglega tíma, er fornbókmenntirnar urðu
til. Miðstöð þess áhuga var Vilna, núverandi höfuðborg
Litavíu, sem þá var pólskur háskólabær og háborg pólskra
vísinda og bókmennta. Gottfried Groddeck, prófessor í klass-
ískum málum, mælti ákaft með íslenzkri tungu sem hinni
mikilvægustu heimild við rannsóknir tungumála. Samt var